Hljómsveitin Skítmórall er að senda frá sér nýtt lag. Lagið ber heitið Innan í mér og er væntanlegt á Spotify á föstudaginn.
Lagið, sem er eftir Einar Bárðarson, fjallar um tilfinningar einhvers sem virðist eiga erfitt með að halda „kúlinu“ í kringum aðra manneskju. Vignir Snær Vigfússon annaðist upptöku lagsins og Addi 800 masteraði.
„Það eina sem manni dettur í hug þegar maður heyrir lagið er að meðlimir sveitarinnar hafi fengið of stóran skammt af Pfizer,“ segir talsmaður sveitarinnar.
Skítamórall mun troða upp á Fjölskyldu og tónlistarhátíðinni Kótilettunni, á Selfossi, á föstudagskvöldið. En það er í fyrsta skipti sem sveitin kemur saman opinberlega í rúmt ár.