Auglýsing

Nýtt lag frá Silju Rós

Tónlistarkonan Silja Rós var að gefa út lagið Mind Stuck On U.

Lagið, sem er tilfinningaríkt ástarlag, samdi Silja í íbúðinni sinni í Hollwood þar sem hún var búsett.

„Ef maður fylgir ekki hjartanu sínu þá mun maður alltaf sjá eftir því. Mér finnst betra að leyfa mér að vera í frjálsu falli og vona að lendingin verði mjúk. Ég hef alltaf verið með stórt hjarta og ég á mjög auð velt með að mynda tilfinningaleg tengsl við fólk… og hluti. Hvað þá þegar kemur að ást, þá hef ég alltaf átt mjög auðvelt með að verða ástfangin og oft lent í ástarsorg í kjölfarið, en það hefur alltaf verið þess virði. Á endanum finnur maður einhvern sem er þess virði að halda í sama hvað. Ég er þessi týpa sem hefur aldrei kunnað að vera á lausu í langan tíma, mér finnst bara svo gott að elska og vera elskuð. Þegar ég byrjaði í mínu núverandi sambandi þá ætlaði ég sko að vera á lausu í mjög langan tíma. Ég var á leiðinni í nám erlendis og svo allt í einu var ég orðin ástfangin (vandræðalega fljótt) rétt áður en ég flutti. Löng saga stutt þá höfum við verið saman í meira en 5 ár og ég hef aldrei verið hamingjusamari,” segir Silja Rós í samtali við albumm.is

Lagið er annað lag Silju Rósar af glænýrri plötu sem mun koma út vorið 2021. Platan er styrkt af Menningarsjóði, Stef, Bylgjunni & Stöð 2.

„Þegar ég byrjaði að sjá fyrir mér útsetningu á lögunum langaði mig að blanda saman RnB beatum við jazz hljóðfæraleik. Ég er oft undir áhrifum frá jazz þegar ég sem grunninn og finnst því gott að fá jazz-hljóðfæraleikara til að styðja við jazz innblásturinn. Á Mind Stuck on U spilar Magnús Dagsson á bassa og Jakob Gunnarsson sér um píanóleik.”

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing