Auglýsing

Nýtt lag frá Sycamore Tree

Hljóm­sveit­in Sycamore Tree var að gefa frá sér lagið Wild Wind. Það eru þau Ágústa Eva Er­lends­dótt­ir og Gunni Hilm­ars sem skipa hljómsveitina.

Lagið er pródúsað af Rick Nowels en hann hef­ur pródúserað meðal ann­ars fyr­ir Adele, Madonnu, Lana Del Ray, Lykke Li, SIA, N´Sync, Dua Lipa og fleiri.

„Við erum afar ánægð með út­kom­una. Lagið er í raun nú­tíma ætt­j­arðaróður og fjall­ar um teng­ingu okk­ar við nátt­úr­una og landið. Skila­boð sem eru mik­il­væg þessa dag­ana og eru okk­ur Ágústu Evu mik­il­væg. Við erum enn að fjalla um ást­ina en aðeins öðru­vísi í þetta skiptið og þetta snýr meira að okk­ur sjálf­um og virðingu fyr­ir sög­unni okk­ar og nátt­úr­unni. Þetta er annað lagið sem við send­um frá okk­ur af plöt­unni sem kem­ur seinna á ár­inu. Við vild­um senda frá okk­ur vetr­ar­lag og feng­um helsta dróna sér­fræðing lands­ins, Björn Stein­bekk, til að vinna með okk­ur mynd­bandið,“ seg­ir Gunni í sam­tali við mbl.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing