Ölgerðin, framleiðandi Carlsberg bjórs á Íslandi, hefur lækkað verð á 330ml Carlsberg dósum umtalsvert í maí. Kostaði dósin áður 305 kr. en aðeins 249 kr. nú. Með þessari verðlækkun vill Carlsberg Group gera fleiri neytendum kleift að bragða á Carlsberg, þar sem uppskriftin hefur tekið töluverðum breytingum til hins betra. Uppskriftin var bætt og var þá áfengisprósentan hækkuð úr 4,5% í 5% til að gefa bjórnum meiri fyllingu og bæta bragðgæði og til að ramma inn þessa breytingu er nú kynnt til leiks útlitsbreyting á dósinni sem framvegis verður með mattri áferð.
Einnig ætlar Carlsberg að bjóða Íslendingum sem aldur hafa til upp á ókeypis kranabjór, í samstarfi við vel valda veitingastaði og krár. Allir sem náð hafa aldri geta sótt sér frían kranabjór í gegnum appið Gefins, sem hægt er að sækja á snjallsíma í gegnum AppStore og GooglePlay. Með þessu vill Carlsberg Group sýna veitingamönnum samstöðu í verki, enda hefur veitingageirinn gengið í gegnum gríðarlega krefjandi tíma, og hvetja Íslendinga til að styðja við bakið á greininni. Á sama tíma er þó vert að minna neytendur á að fylgja þeim sóttvarnarreglum sem í gildi eru til hins ítrasta.
Carlsberg þarf vart að kynna fyrir íslenskum neytendum; bruggsmiðjan hefur verið starfandi frá árinu 1847 og hefur Carlsberg bjórinn verið fáanlegur hérlendis um áratuga skeið. Í dag er Carlsberg bruggaður hérlendis, og notað er íslenskt vatn við framleiðsluna.