Nútíminn tekur vikulega saman þau tíst sem slegið hafa í gegn á Twitter þá vikuna.
Ég gæti verið í fertugs afmælinu hans Gillz en ég valdi að fara ekki því mér var ekki boðið.
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) June 6, 2020
Það var Berghain röð inn í Húsdýragarðinn í allan dag. Það var allt í lagi Yrsu vegna því hún veit ekki hvað Húsdýragarðurinn er og fannst bara fínt að fara í grasagarðinn og láta gæs hvæsa á sig.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) June 6, 2020
Já, þú getur flutt úr úthverfinu. Keypt þér glæsilega kápu, íslenskan hönnunartrefil, silver cross vagn, plöntur, tekk, loksins íbúð. En þér mun ekki takast að læra muninn á Bræðraborgarstíg og Bergstaðarstræti.
— Fríða Ísberg (@freezeberg) June 6, 2020
Ekki eignast systkini. Þá eignast þau hugsanlega börn sem fara í íþróttir og þurfa styrk og allt í einu ertu búin/n að kaupa kíló af nammi.
— Kristrún Emilía (@KristrunEmilia) June 6, 2020
Einu sinni hætti strákur að hitta mig því ég skar ekki poached egg á hægan og þokkafullan hátt heldur skar bara beint í gegnum það.
En núna er ég vegan svo þetta verður ekki vandamál á framtíðardeitum, ef einhver slík verða— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) June 6, 2020
Svona stigbeygist orðið bongó:
— Bongó!
— Bongólfur!!
— Bongólfur Guðbrandsson!!!— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) June 6, 2020
Á þessum fordæmalausu tímum var ég að sjá þrjá karlmenn borga 27 þús fyrir þrjár Jacobs Creek og kippu af Peroni í take away á Röntgen rétt fyrir 23
— Ástgeir Ólafsson (@AstgeirOlafsson) June 5, 2020
Ómægat ætlaði að bjóða konunni minni í smá rómó suprise getaway – en ég hef bókað á sama hótel og allir íslendingarnir sem komust ekki til Tene í ár hafa ákveðið að gera líka, meðaladurinn er 48,7 og allt chardonneyið er uppselt í sýslunni
— Guðný Ljósbrá (@gudnyljosbra) June 5, 2020
Ég, @karitasharpa og eins árs sonur okkar ákváðum að kíkja í helgarferð. Pöntuðum hótelherbergi á Snæfellsnesi, tvíbreitt rúm og barnarúm. Það sem við föttuðum ekki er að strákurinn sofnar klukkan 20 og við erum föst í myrkrinu og þurfum að hvíslast á til að vekja hann ekki!
— Aron Leví Beck (@aron_beck) June 5, 2020
Elska að sjá fólk sem var rasiskt við mig (og annað fólk) fyrir ekki svo löngu að pósta BLM og að breyting á útlendingalögum sé big no no. I see you guys ??
— Lenya Rún (@Lenyarun) June 5, 2020
Ef 15 kall er deal breaker fyrir ferðamenn á leiðinni hingað þá völdu þeir sér vitlaust land til að byrja með
— Daloon Dagur Skírnir (@DagsiOdins) June 5, 2020
Rétt fyrirsögn: „Lína Birgitta keypti smáauglýsingu í útlensku blaði.“
Lína Birgitta í einu frægasta tískutímariti heims – https://t.co/z7R2Kn309f https://t.co/V3dSzaD2Mg via @mblfrettir pic.twitter.com/FBpMxwiQtK
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) June 5, 2020
Hugur minn er hjá fólki framtíðarinnar þegar það sér eftir að hafa haft þáverandi kærasta/kærustu svona mikið með á öllum útskriftarmyndunum sínum. Hvað? #gamlingjatwitter #reynslutwitter
— Birna Anna (@birnaanna) June 5, 2020
Ég rakst á stelpuna sem lá hliðina á mér á sængurlegudeildinni. Hún kynnti mig fyrir syni sínum, Elmari. Ég kynnti hana fyrir mínum, Elvari.
— Kristrún Emilía (@KristrunEmilia) June 5, 2020
Geggjað conceptið hjá pylsuvagninum í Laugardal að koma fyrir 37 geitungabúum í nærumhverfinu hvert sumar og blanda smá stressi við matarupplifunina
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) June 5, 2020
Þó Hildur Guðna moki inn verðlaunum hvert sem hún stígur niður fæti, þá var hún í neðsta sæti í heimsmeistaramótinu í Frúin í Hamborg. pic.twitter.com/vvH9hKAdVx
— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) June 5, 2020
Það er Bong Og! pic.twitter.com/aeMK3WmN7E
— …..Er Bongó? (@erbongo) June 5, 2020
Fótboltavöllurinn í Vogum á Vatnsleysuströnd heitir „Vogaídýfuvöllurinn“. Fleira var það ekki. pic.twitter.com/xfUKgU8TXu
— Grettir Gautason (@grettirgauta) June 5, 2020
Ef einhver spyr hvort ég sé eitthvað pirripú ÞÁ FYRST VERÐ ÉG PIRRIPÚ
— Vigdís Hafliðadóttir (@vigdishin) June 4, 2020
Sonur minn datt og ég meiddi mig í úlnliðnum þegar ég tók hann upp til að hugga hann. Ég hins vegar kyssti mig ósjálfrátt á meiddið, en ekki hann ?♀️
— Anna Guðjónsdóttir (@annagaua) June 4, 2020
Bauð óvart einum random manni í útskriftina mína, spá í að afbjóða honum ekki. Nauðsynlegt að vera með eitt wildcard.
— Stella Rún (@StellaRun) June 4, 2020
Hér í skólabúðunum borða 67% nemendanna snúðana sína með hnífapörum. Ég hef aldrei aldrei aldrei aldrei aldrei aldrei aldrei séð það áður. Er í smá sjokki
— Mikael Marinó Rivera (@mikaelrivera) June 4, 2020