Við tökum vikulega saman þau tíst sem slegið hafa í gegn á Twitter þá vikuna.
Af því ég var að segja frá hvað mamma mín var spennt að panta á netinu, þá hefur hún gert það áður. Hún keyptu sér t.d. einu sinni vöfflujárn og fékk svo annað mánuði seinna því hún hafði valið að vera í mánaðaráskrift #ömmutwitter
— Sigrún Þórsteinsdótt (@Sigrunth) March 15, 2020
Það góða við næturvaktir er að maður nær vandræðalegu djammstoryunum áður en fólk eyðir þeim
— er patREKUR VIÐ? (@kuldaskraefa) March 15, 2020
afhverju eru allir að syngja á svölunum? afhverju ekki bara syngja og senda svo á snap?
— Tómas (@tommisteindors) March 15, 2020
*blaðamannafundur nr 281*
Víðir: Velkomin. Á eftir ætlar Þórólfur að fara yfir nýjustu tölur og Alma að segja ykkur hvað það eru margar öndunarvélar á spítalanum en þær eru 26 og svo ætlar Einar Mikael töframaður að sýna okkur skemmtilega spilagaldra en gjörðu svo vel Þórólfur.— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) March 14, 2020
Par á deiti á næsta borði fá pizzurnar sínar:
Hún: Bíddu fékkstu þér ólífur á margarítuna? Ég hélt þú borðaðir ekki ólífur.
Hann, alvarlegur í bragði: Æ já mig langar bara svo að vera fullorðinn.— Auður Magndís (@amagndis) March 14, 2020
Margumræddur afi minn (85) er krútt. Hann stakk handskrifuðu bréfi inn um bréfalúgu Þórólfs sóttvarnalæknis með þakklæti til hans, Víðis og Ölmu fyrir vel unnin störf. ❤
— Lára Halla Sigurðardóttir (@larahalla) March 14, 2020
Heimsendadjamm er svo horny í event. Þetta verður eins og síðasti dagurinn fyrir reykingabannið, nema í staðinn fyrir að allir reyki amk heilan pakka á efri hæðinni á Prikinu sleikja allir andlitið, fæturna og handakrikana á hverju öðru þangað til ljósin eru kveikt.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) March 14, 2020
Opinber afstaða ríkisins.
Ætti raunar að birtast fyrir hverja helgi. pic.twitter.com/CNuMEVrGjs
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) March 14, 2020
Fólk sem hneykslast á því að almenningur sé að segja sérfræðingum/læknum til um Covid-19 hefur augljóslega aldrei prófað yngriflokka þjálfun í fótbolta.
— Gunnar Birgisson (@grjotze) March 14, 2020
Blessunarlega átti ég til 10 metra rúllu af silkiefni frá bretlandi. Þetta klippti ég bara niður í renninga og svo er skeint. Þetta er miklu mýkra og þægilegra er ég búinn að sjá. Mun aldrei fara til baka í klósettpappírinn.
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 14, 2020
Ég og Arnar ætluðum að fara í brúðkaupsferðina okkar eftir að Una Lóa fæddist til Balí. Hættum við að fara svona langt og ákváðum að fara til Ítalíu. Til að gera langa sögu stutta erum við á leiðina núna í Hvalfjörðinn.
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) March 14, 2020
Nú sýnist mér allir sem sáu sýninguna um Bubba í Borgó búnir að blogga um hana, nema gestir á 5. bekk í sæti 12 og á 7. bekk í sæti 4. Getum við einhvern veginn náð til þessa fólks? Maður veit ekkert hvernig þeim fannst?
— Kristján Freyr (@KrissRokk) March 14, 2020
Það vakti mikla kátínu hjá kennurum sonar míns þegar þessi reikningur í nafni pabba lenti óvart með lestrarbókinni hans…. pic.twitter.com/A0kWod6rn0
— Dr. Hildur☠ (@beinakerling) March 14, 2020
9 ára barn búið að glápa of mikið á Look who’s talking…
?: „Hvað eru frumurnar í maganum okkur stórar? Sem geta búið til börn?“
Ég: „Pínulitlar. Sjást ekki einu sinni.“
?: „Já ok þá var þetta ekki það. Var nefnilega að hósta og það kom eitthvað hvítt upp“— Fyrsta Valkyrja© Íslands (@BrynhildurYrsa) March 14, 2020
Ég var búin að vera að DJa í 5 mínútur þegar náungi reyndi að fistbumpa mig og var sár að ég sendi honum loft-bump í staðinn ? LESA FRÉTTIRNAR AMK VIKULEGA SJOMLI MINN
— Sunna Ben (@SunnaBen) March 14, 2020
líklega hefur ekkert í sögunni trendað jafn mikið og COVID-19 – aldrei í sögunni hafa jafn margir hugsað um það sama á sama tíma
— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) March 14, 2020
Það er huggun harmi gegn að á þessum síðustu og verstu er ævinlega hægt að stóla á #LÍN. pic.twitter.com/WlxHNUrMfO
— Guðmundur K. Jónsson (@gudmundur_kr) March 13, 2020
Konan var að segja: Þetta var svona í brúðkaupinu mínu, ég meina okkar.
— Halldór Benjamín (@HalldorBenjamin) March 13, 2020
Fimmtán ára gömul mynd. Kallið mig spámanninn. pic.twitter.com/zMrHkQymjT
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) March 13, 2020
Loksins alvöru erfiðar spurningar í Gettu betur. Mættu vera þannig a.m.k. í sjónvarpi frá byrjun. Hvernig vita þessir krakkar annars ekki að sóttvarnarlæknir heitir Þórólfur Guðnason? Eru þau búin að vera í helli Gettu betur sl. vikur? Jæja. Freyðivínsflaskan er búin #gettubetur
— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) March 13, 2020
Ætla að halda lítið partí um helgina, það má samt bara einn koma inn í einu.
— Bríet (@thvengur) March 13, 2020
Hún lét ekki bíða lengi eftir sér, fréttaljósmynd ársins 2020. https://t.co/BkJi1mbtbu pic.twitter.com/h4FfI1IYFz
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) March 13, 2020
Nú er ég enginn rosalegur sérfræðingur í sóttvörnum eða faraldsfræði, en ég spilaði Theme Hospital mikið sem barn og vildi koma með nokkrar ábendingar um hvað mætti betur fara hjá sóttvarnaryfirvöldum. (1/43)
— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) March 12, 2020
Ég sagði dóttur minni (3 ára) að hún væri hugsanlega með sveppasýkingu. Tveimur dögum síðar sagðist hún ekki mega fá sveppi á pizzuna sína því hún væri með sveppasýkingu. Sveppir eru samt uppáhaldsmaturinn hennar og hún borðar þá alltaf fyrst. Skynsemi og rökhugsun 100%.
— Katrín María (@katrinmariaa) March 12, 2020
X: Sæll vinur hvað segirðu þá?
Y: Bara góður sko
X: Saknaði þín í vinnunni í dag maður, hvar varstu?
Y: Bara í GTA
X: Já okei nice kallinn bara heima
Y: Nei á sæbrautinni pic.twitter.com/Oaypmm2zza
— Albert Ingason. (@Snjalli) March 12, 2020
Ég í 90% tilfella á fyrirlestrum
15:00 Djöfull er ég ekki að nenna þessu
15:20 – ÞETTA MUN DREPA MIG
15:21 -ER BARA 1 min síðan ég leit á klukkuna!
15:59 – ÉG MYRÐI ALLA SEM KOMA MEÐ SPURNINGU
16:05-Búið
Kollegi: Þetta var bara gaman!
Ég: Já maður hefði bara viljað meira!
— Albert Ingason. (@Snjalli) March 12, 2020