Nútíminn tekur vikulega saman þau tíst sem vakið hafa lukku þá vikuna.
Versti parturinn af ferðalaginu er að hitta loks Íslendinga á flugvellinum. Meina ekkert illt bara sama tilfinning og þegar ljósin eru kveikt á djamminu.
— Lóa Björk (@lillanlifestyle) February 16, 2020
Sko, til þeirra sem hafa áhyggjur: Gömlu versjóninni af Nínu var ekki gereytt þótt Floni syngi lagið í gær, það er enn þá jafn auðvelt og fyrr að heyra gömlu Nínu og enn þá jafn erfitt og fyrr að forðast það.
— Kött Grá Pje (@KottGraPje) February 16, 2020
Stelpan við hliðina kom að láta okkur vita að hún væri með afmælispartí í kvöld. Við óskuðum henni til hamingju og sögðum að hávaði er ekki að trufla okkur og að við erum hérna ef eitthvað kæmi upp á. Ég er enn með aulahroll yfir sjálfri mér. Ég var sko ung og kúl bara nýlega
— Oddrún Magnúsdóttir (@oddrunm) February 15, 2020
Þetta er mín lekasía.
-pípari við arftaka sinn
— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) February 15, 2020
Nú hefur RÚV til sýningar myndina O Brother, Where Art Thou? undir hinum ömurlega íslenska titli „Ó, bróðir, hvar ert þú“ jafnvel þótt erindi mitt og tillaga um titilinn „Komist í hann krappan“ hafi legið inni hjá útvarpsráði nú í fimm vikur.
— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) February 15, 2020
Það sem ég pantaði vs það sem ég fékk. #12stig á Saffran pic.twitter.com/fpox9NT6cK
— Bragi Þór (@bragibrella) February 15, 2020
Flóni að taka ábreiðu af Nínu á RÚV.
Margrét 5 ára dóttir mín: Ég veit að hann er bara að reyna að vera sexý!
?
— Kara Hergils (@KaraHergils) February 15, 2020
Hárið mitt á Íslandi og hárið mitt í Evrópu pic.twitter.com/cmsXWu9tVt
— Lóa Björk (@lillanlifestyle) February 15, 2020
Stóra systir mín les fréttir á RÚV og ég keypti mér ömmutösku til að auðvelda innkaup. Held að mamma sé alveg jafn stolt af okkur. pic.twitter.com/oJMfwOy5Ox
— Anna Guðjónsdóttir (@annagaua) February 15, 2020
Mætti í þessari múnderingu í fjallgöngu með eiginkonunni fyrir 11 árum. Þá var þetta á frumstigi. Afhverju hún hætti ekki við á þessum tímapunkti er ráðgáta. Það er eins og ég ætli að selja dóp á fjöllum pic.twitter.com/YkEVcUBKVm
— Haukur Heiðar (@haukurh) February 15, 2020
Er í einni af uppáhaldsblússunum mínum í dag og var að rifja upp hvar ég fékk hana. Ég fann hana á gólfinu á Dillon.
— Júlíana Dauðyfli (@julianakrjo) February 15, 2020
það situr ennþá í mér þegar ég vann í ísbúð og ætlaði að vera geggjað næs starfsmaður og setti ógeðslega mikið nammi í bragðarefinn hjá einhverjum kalli og hann brjálaðist og skammaði mig og lét mig gera nýjan ?
— Eva Ben (@evaben91) February 15, 2020
Á Ísey skyrbar var ég kölluð “the lady” en í ríkinu var ég beðin um skilríki. Í einni fatabúð passaði ég bara í XL en í annarri var það M.
Ótrúleg tilvistarkreppa þennan fyrripart laugardags.
— Hulda Hólmkelsdóttir (@huldaholm) February 15, 2020
Trámatiserandi minning frá unglingsárunum: mamma með gulan yfirstrikunarpenna og sundurliðaðan símreikning að strika yfir öll skiptin sem númerið fyrir dial-up netið kom fyrir; sem var ég að ganga á ircinu heilu næturnar.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 15, 2020
Þegar klukkan slær miðnætti , púrtvínið komið vel á veg og gestirnir uppgötva flygilinn í stofunni pic.twitter.com/lrVhZtvIo4
— Arnar Guðmundsson (@narrigumm) February 15, 2020
Þið getið bara sent mér pabbaverðlaunin strax því að íþróttaskólinn var færður yfir á morgundaginn og ég fékk ekki tilkynninguna, en við feðginin tókum bara samt æfingu, hún í dúndurstuði og ég bugaður úr þynnku. https://t.co/Wrs9GsP3Fd pic.twitter.com/dcJn0lC5ui
— Atli Viðar (@atli_vidar) February 15, 2020
-Viltu bolla?
-Ha, Bolla Gústafs?-Ertu með mic?
-Ha, Mike Pollock?Tveir góðir sem ég hef sagt alla ævi. en nú fjölgar þeim sem þekkja hvorki Bolla né Mike#ÞaðSemFyndiðErAðSegja #IcelandicHumor
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) February 15, 2020
Hugsið ykkur hvað tíminn er afstæður. Bítlarnir störfuðu í 10 ár og gáfu út 213 lög, öll ódauðleg, 211 þeirra algjörlega tímalaus snilld. Rolling Stones hafa hins vegar starfað í yfir 55 ár og eiga tvö góð lög… #lífiðkrakkar
— Steingrímur Sævarr Ólafsson (@frettir) February 15, 2020
Þetta var sem sagt að gerast í Staðarskála pic.twitter.com/bpFIixbkwi
— þorVAR Bjarmi (@Bjarmih) February 15, 2020
Unglingar er gjöfin sem heldur áfram að gefa. Eftir að ég tók eftir að sonur minn hafði stolið bjórnum mínum úr ískápnum varð ég var við hann á sjónvarpsskjánum skömmu síðar í klappliði MR þar sem hann skartaði nýju tattoo sem honum láðist að segja mér frá.
— Sveinn Birkir (@sveinnbirkir) February 14, 2020
Pítukvöld fjölskyldunnar var í uppnámi vegna þess að innkaupastjórinn greip óvart grænmetissósu í staðinn fyrir pítusósu í síðustu innkaupaferð. Nú verða verkferlar endurskoðaðir og heyrst hefur að innkaupastjórinn íhugi að segja af sér vegna þessara mistaka.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) February 14, 2020
Byrjaði á persónuleikaprófinu en hætti þegar ég var óviss um fjórða svarið í röð og fattaði að ég er ekki með persónuleika.
— Sigyn Jónsdóttir (@sigynjons) February 14, 2020
ungir strákar sem að búa heima hjá mömmu sinni mega skóla mig til um peninga. Dudes sem að vinna í Bónus mega skóla mig til um peninga. En þegar ungur kvótaerfingi fer að skóla mig til um peninga, nei þar dreg ég línuna
— ? Donna ? (@naglalakk) February 14, 2020
Til ykkar sem eruð stútfull af sjalfsvorkun og haldið að þið séuð að ströggla pic.twitter.com/eFlAVLVoEx
— Daníel Már (@djaniel88) February 14, 2020
Flott að ég eyddi 20 mínútum í að láta Kára Stefánsson komast að þeirri niðurstöðu að ég sé latur drullusokkur ?
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) February 14, 2020
Þegar ég var lítill var ég sjúklega hræddur við merki Félags heyrnarlausra. Ég sá ekki tvo fingur á lofti heldur einhvers konar afmyndaða hauskúpu. pic.twitter.com/HzVOb3dBLY
— Björn Reynir (@bjornreynir) February 14, 2020