Nútíminn tekur vikulega saman þau tíst sem slegið hafa í gegn á Twitter þá vikuna.
Ættingi minn: „Þórdís, við vitum öll að smá hlé frá samfélagsmiðlum þýðir að viðkomandi er í meðferð.”
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) July 19, 2020
Af mörgu fáránlegu sem ég búin að burðast með í alltof troðna veskinu mínu er þessi ónotaði hrekkjaísmoli með flugu inn í…en einn daginn…þá mun ég sko slá í gegn með honum sem svaka grínari pic.twitter.com/lW5Rzs4Ozh
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) July 18, 2020
Staddur á bar í miðbænum og það er gæi að borga í hjólið með ferðaávísuninni! #ferðumstinnanlands
— Kjartan Yeoman (@KjartanYeoman) July 18, 2020
Ógeðslega gaman að labba Laugaveginn á 4 dögum og fá svo eitthvað lið framúr sér í dag sem er bara búið að hlaupa þetta á rúmum 4 tímum ?
— Arnar Þór Ingólfsson (@arnaringolfs) July 18, 2020
Túrismi síðustu ára hefur orðið til þess að nánast hvert sem þú ferð á Íslandi er geggjuð gisting, bjór sem er bruggaður á staðnum eða nálægt, góður matur og allskonar skemmtilegt. Tuska framan í skólann sem nennti bara að pæla í hvar túristar kúkuðu.
— Atli Fannar (@atlifannar) July 18, 2020
Dóttir mín heitir Elísabet.
Ég sendi fjölskyldunni á Messenger að strákurinn ætti að heita Elís Albert. Elísabet og Elís Albert.
Slatti af þeim trúir því. ?
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) July 18, 2020
Jess! Loksins er það komið í tísku að vera bara með gallabuxurnar svona pic.twitter.com/FFCUZ1XQ76
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) July 18, 2020
Haldið þið að kengúrur fái ekki oft óvæntan hlut á pokasvæði? pic.twitter.com/8FOsf0uVgw
— Kristján Freyr (@KrissRokk) July 18, 2020
Shout out á skuggalegu gæjana tvo í hettupeysum í röðinni á undan mér í Húsasmiðjunni sem keyptu ekkert nema eitt kúbein.
— Hermigervill (@hermigervill) July 18, 2020
Hannaði þetta “tattoo” þegar ég var í grunnskóla og geymdi teikninguna, því ég var staðráðin í að flúra þetta á mig þegar ég yrði fullorðin. Á ég? pic.twitter.com/NUm60V9UKI
— Áslaug Karen (@aslaugkaren) July 17, 2020
jæja þá er kvöldið ónýtt sonur minn var að spyrja mömmu sína af hverju hún væri með þessar línur á enninu ?
— Elli Joð (@ellijod) July 17, 2020
Atli: er Jesú til?
Ég: nei en hann er til í hjartanu á sumu fólki
Atli: en er jólasveinninn til?
Ég: já hann er til og býr í Esjunni með Grýlu ?— Katrín Atladóttir (@katrinat) July 17, 2020
Mér sýnist nú þetta „kynlífsherbergi“ vera ósköp venjulegur róló, nema með rauðri lýsingu.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) July 17, 2020
hmmm hvort á maður að horfa á allar game of thrones seríurnar í dag eða storyið hjá simma vil? pic.twitter.com/bZ5IWiU5Kz
— Tómas (@tommisteindors) July 17, 2020
“Ekki séns að ég skemmi púslið fyrir þessa fasteignamyndatöku!” pic.twitter.com/rgKuGnc6w0
— Særún Pálmadóttir (@saerunosk) July 17, 2020
Fór á Báruna á Þórshöfn og fékk mér bjór til að geta sagst vera létt á Bárunni og núna er samferðafólk mitt í fýlu við mig.
— Bergþóra Jónsdóttir (@bergthorajons) July 17, 2020
Las einhverstaðar að maður hittir sálufélagann sinn fyrir 15 ára aldur og ég verð að segja (þar sem ég ólst upp í grafarvogi) að sú tilhugsun hræðir mig meira en allt annað.
— Girl Boss Bríet (@thvengur) July 16, 2020
Ah já einmitt það sem við edrú fólkið söknum helst, bragðið af gini ? er hægt að fá létt fernet eða jäger næst? pic.twitter.com/mAfPTOrEyi
— Sunna Ben (@SunnaBen) July 16, 2020
Hugsa um allt djúsþykknið sem maður setti út á salatið í heimilisfræði í hvert skipti sem ég geri salat sem fullorðinn einstaklingur. Hvernig var þetta kennt?
— Liljar Þorbjörnsson (@liljarmar) July 16, 2020