Nútmínn tók saman það helsta sem slegið hefur í gegn á Twitter síðustu vikuna!
Batnandi mönnum er best að lifa… pic.twitter.com/u8aO353iXv
— Stefán Pálsson (@Stebbip) January 18, 2020
Var að muna einu sinni þegar mér var boðið í afmælispartý hjá gæja sem ég þekkti frekar lítið. Alveg það lítið að ég óskaði vitlausum gaur til hamingju með afmælið fyrir framan afmælisbarnið.
— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) January 18, 2020
Ég stend fyrir utan babyshower sem ég er 45 mínútum of sein í og kraftreyki ofan í bronkítislungun mín. Ósvikinn janúar í stelpunni.
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) January 18, 2020
Dyrabjöllunni var hringt, hélt að það væru gestirnir mínir og fór til dyra með deig á höndunum. Fyrir utan voru mormónadrengir sem spurðu: „Ertu trúuð?“ Ég hef örugglega aldrei verið eins mæðuleg og þegar ég sagði með mesta fýlusvip heims: „Æ, ég nenni ekki að tala við ykkur.“
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) January 18, 2020
Eftir heilmikið dúll í eldhúsinu tókst mér að búa til ljúfengar rósamarín kartöflur sem líta út eins og…tja tbh…brakandi fersk æla pic.twitter.com/nxY3NTHYHE
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) January 18, 2020
Ég er „ég svaf ekki í nótt ég er svo spenntur að setja í nýju þvottavélina og þurrkarann“ ára. pic.twitter.com/wWCXpTcQFp
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) January 18, 2020
Lenti í því i Vesturb.lauginni í morgun að ókunn kona starði á mig. Lengi.
Ég var að löðra á mér hárið með rauðbleika kringlótta sápustykkinu (sem ég kom með í nestisboxi) þegar hún missir sig í hlátri og stynur:
Fyrirgefðu ég hélt þú værir að þvo á þér hárið með pepperónísneið— Auður Magndís (@amagndis) January 18, 2020
Spurði ungan dreng í Hagkaupum hvort þau seldu ekki lyftiduft. Hann sagði mér að öll fæðubótarefnin væru á næsta gangi. Eru börnin öll búin að steikja í sér heilann á gasi og orkudrykkjum og hassi?
— Braig David ↗️Promoted (@bragakaffi) January 18, 2020
Hræddi líftóruna úr einhverri konu í Mexíkóborg með því að stíga í bílinn hennar því ég hélt að það væri uberinn minn.
— Hermigervill (@hermigervill) January 18, 2020
Fór með 21 árs frænku mína, sem hefur búið í USA sl 6 ár, á Skúla Craft. Þegar við komum á barinn spurði hún hvaða bjór væri líkastur Bud Light.
Ég sver það dó eitthvað innra með mér ?— Ingibjörg Andrea (@iahallgrims) January 18, 2020
Mamma mín að reyna að vinna kynlífstæki á facebook og að tagga kærustuna mína í leikina er mögulega það óþægilegasta sem ég upplifa
— Guðný Ljósbrá (@gudnyljosbra) January 17, 2020
Eiginmaður í síma við dóttur okkar (10): Nei, það er REGLA og þú verður bara að virða það. Ég dáist að þessari ákveðni í foreldrahlutverkinu þangað til ég heyri:
-Jú, víst, ef einhver segir HA verður að segja NI. #pabbatwitter— Hildur Ýr Ísberg (@Hildurisberg) January 17, 2020
Í Nepal klifraði ég fjall við sólarupprás og í musteri þar spurði ég helgan mann „hver er tilgangur lífsins?“
Hann brosti og sagði „þú varst ekki settur á þessa jörð til að vinna eins og skepna, borga skatta og vera alltaf þreyttur.“
EN HÉR ERUM VIÐ NÚ SAMT!!! pic.twitter.com/YpkZ6NRRPd
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) January 17, 2020
Allar löggur í íslenskum spennuþáttum. pic.twitter.com/amPigPv322
— Ásgrímur Guðnason (@AsiGudna) January 17, 2020
Þetta er kallað prumpuvatn á mínu heimili enda heyrist prump í tækinu sem býr það til. Ég er ekkert sérstaklega fágaður maður. Börnin mín verða það sennilega ekki heldur. https://t.co/fW0uL3W17s
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) January 17, 2020
keypti peysu um daginn með einhverju æðislegu glimmer eldingamunstri. munstrið reyndist vera stafir og stafirnir reyndust mynda orðin billie og eilish. mitt mesta old fart hey fellow kids lesblindu moment hingað til.
— Berglind Festival (@ergblind) January 17, 2020
Allt á Facebook lyktar af svo mikilli örvæntingu þessa dagana. Flest notfication sem ég fæ eru „Hey, fjarskyldur frændi þinn var að kommenta á auglýsingu fyrir gamalt tekk-sófaborð í grúppu sem þú ert ekki í. Viltu ekki tékka aðeins á því?“
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) January 17, 2020
Þessi mynd er lýsandi fyrir Íslensk stjórnmál. Kaupum 20 skóflur og tökum mynd af okkur til þess að fólk viti hvað við erum gott og merkilegt fólk. #sjálfshátíð pic.twitter.com/J6m4HJZ1Wf
— Máni Pétursson (@Manipeturs) January 16, 2020
Sit á Eldofninum, það kom maður inn og sótti pizzu. Hann fór úr úlpunni, vafði henni utan um pizzukassann og sagði “Svo hún verði ekki orðin köld þegar ég kem heim”.
Skellur að vera samkynhneigð því draumamaðurinn minn er greinilega til ❤️❤️— Guðrún Ingadóttir (@gudruningad) January 16, 2020
Þú sérð alltaf eftir pylsu númer tvö
— Aron Leví Beck (@aron_beck) January 16, 2020
Íslendingur ársins er nágrannalona mín sem brást svona við þessum fáránlega vondu skilaboðum frá mér (grasekkju í bobba) á miðnætti. Fálkaorðuna strax í dag. pic.twitter.com/WdSQI8UJZ8
— Fanney (@fanneybenjamins) January 16, 2020