Twitter pakki vikunnar er mættur og hann er ekki af verri endanum! Njótið vel!
Namibía: Við erum með okkar spillingarlögreglu sem er að rannsaka þetta. Fyrrum sjávarútvegsráðherra hefur verið handtekinn, menn hafa verið reknir. Hvað hafið þið gert?
Ísland: …
Namibía. Þið eruð með spillingarlögreglu er það ekki?
Ísland: …
Namibía: ?
Ísland:— Donna (@naglalakk) November 24, 2019
Ég var að komast að því að ilmvatnið mitt sem ég hef notað s.l. 3 ár er fyrir karlmenn. Skítt með það en ég var líka að komast að því að afi minn notar það sama
— (@Mariatweetar) November 23, 2019
Eina shaming campaignið sem ég hef virkilega tekið inn á mig er skvísu-skömmunin. Þetta er þannig að ég gef Yrsu bara skvísu í myrkum húsasundum og ef það eru einhver vitni langar mig að öskra “YRSA BORÐAR MJÖG MIKIÐ AF FJÖLBREYTTRI FÆÐU. ÞETTA ER BARA HANDHÆGT EIKSTA SINNUM”
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 23, 2019
Sonur minn sparkaði í punginn á mér áðan. Ég hló og sagði við hann „sorrí vinur, ég er búinn að láta gelda mig þannig að þessi tilraun þín er álíka líkleg til að skila árangri og rannsókn Samherja á eigin málefnum í Namibíu“.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) November 23, 2019
Það er eitthvað svo undarlegt við að mæta eigin ketti úti á gangstétt og hann þykist ekki þekkja mig.
— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) November 22, 2019
Kanye West?! Kanye West??!!! Sprengjuhöllin tók upp plötuna Tímarnir okkar þarna. Væri mun betri fyrirsögn https://t.co/MedCyxf7E9
— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) November 22, 2019
Við Yrsa ein heima um helgina, þannig að ég fæ loksins að upplifa að vera helgarpabbi. Ætli við rúntum ekki á nokkrar bílasölur, kíkjum aðeins á leikinn á Ölveri og endum svo á American Style þar sem ég hangi í símanum á meðan barnið reynir að ná athygli minni.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 22, 2019
Ég heyri að vinkona teknóglaða nágranna míns er að hoppa taktfast og stynja. Kannski að reyna að ná í poppskál úr efstu hillunni. Hann er eitthvað pirraður á henni og rymur bara. Hann gæti nú hjálpað henni, hún er búin að hamast á fullu í alla vega tíu mínútur
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) November 22, 2019
Nú nálgast jólin og nauðsynlegt að taka þetta fram enn á ný: Quality Street er versta nammi í öllum heimsins heiminum.
— Anna Guðjónsdóttir (@annagaua) November 21, 2019
úfffff þjóðhátíð hjá þeim haters sem sáu mig detta um þetta grjót með fullt fang af málningu pic.twitter.com/NlkRqfuE2e
— Óskar Steinn ️ (@oskasteinn) November 21, 2019
Ég er í Kringlubíói, í flíspeysu, að fara á frumsýningu á Frozen 2, því konan mín vann miða í facebook leik. Er einhverstaðar hægt að kaupa blásýru eftir klukkan 8
— Hjalti (@Hjaltilitli) November 21, 2019
Fór inn á bensínstöð áðan og borgaði 3.000 krónur fyrir bensín. Fór síðan út í bíl og keyrði í burtu án þess að dæla á bílinn, fattaði það nokkrum mínútum seinna en gat ekki snúið við því ég var að verða of seinn annað
— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) November 21, 2019
Óskiljanlegasta dæmi heims er að rembast við að standa í röð fyrir framan gateið á flugvellinum. Sestu bara og chillaðu broski það er ekki eins og einhver sé að fara að taka sætið þitt?!
— KARL 理 ♂️ (@karlhoelafur) November 21, 2019
Eigið þið svona vandræðalegar minningar sem koma í veg fyrir að þið getið sofnað mörgum árum síðar?
Einu sinni í ferju skoraði ég á Hallgrím Helgason í spurningaspil. Hann sigraði eftir að ég flaskaði á spurningunni “Hver er höfundur skáldsögunnar 101 Reykjavík?”
— Brikir (@birkirh) November 21, 2019
Látum okkur nú sjá, hvaða vísindamaður ætli hafi ákveðið að skrifa þessa lærðu grein um bráðnun jökla í þetta fremur hægrisinnaða breska blað? Hmm, hver ætli þessi “David Gunnlaugsson” sé?…
Ahh, ég skil. Auðvitað. Fyrirtak. pic.twitter.com/E2dEa0eN64
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) November 21, 2019
Pétur var spurður hvort hann eigi inni laun hjá FH og þá svaraði hann: „Mér langar ekkert rosalega að tjá mig um það.”
Væntanlega búið að greiða allt í topp samkvæmt þessu viðtali.
— Kristján Óli Sigurðsson (@kristjanoli) November 21, 2019
Ég átti einu sinni kærasta sem sagði mér að hans fyrrverandi hefði verið miklu klárari en ég að borða kjúkling (hún náði svo miklu kjöti af beinunum)
Alltaf þegar ég hitti hann með nýjum gellum fer ég að reyna sjá þær fyrir mér að háma í sig kjúklingalæri— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) November 21, 2019
Var með eina sex ára í næturpössun og átti að vekja hana 7:30. Hún rumskaði ekki þrátt fyrir dagsbirtulampann og skerandi fuglasönginn. Ég reyndi allt nema sturta kaffi í augun á henni. Ég var að búa mig undir að segja móður hennar að hún væri dáin. Er hræddari við börn en áður.
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) November 21, 2019
Mandí ætlar að opna pizzastað. Hann verður örugglega frábær. Ég myndi treysta Mandí til að skipta um augasteinanna mína eða setja gerviliði í hné og mjöðm.
— Stefán Pálsson (@Stebbip) November 21, 2019
Ég er að fara í afmæli með hárkollu- og hattaþemaafmæli um helgina. Var að spyrja mömmu hvort hún ætti einhvern fyndinn hatt fyrir mig.
Hún: já elskan, á helling af höttum
E: einhverja fyndna?
Hún: þeir verða örugglega fyndnir þegar þeir eru komnir á hausinn á þér…já okiiii
— Eydís Sigfúsdóttir (@eydissigfusd) November 20, 2019
Mamma elskar að segja mér fréttir af tilhugalífi annarra.
M: hún X er komin á fast með strák
Ég: já okei hver er það?
M: ég vil ekki segja að hann sé aumingi en mér finnst hann hljóma eins og aumingiNb. Mömmu finnst allir vonbiðlar vera aumingjar nema þeir kunni að byggja hús.
— nikólína hildur (@hikolinanildur) November 20, 2019
Morgun-ég: “Jæja, krakkar. Í dag er 30 ára afmæli Barnasáttmálans. Þið eigið sko ykkar réttindi og rödd og megið vera stolt af því.”
Kvöld-ég: “Nú vil ég ekki heyra eitt aukatekið orð í viðbót, ormarnir ykkar. Ég ræð hérna, ekki þið.”— Árni Helgason (@arnih) November 20, 2019
Konan mín er farin að horfa á Marie Kondo og ég óttast að nú komist upp að mér er ofaukið.
— Eiríkur Örn Norðdahl (@eirikurorn1) November 20, 2019
Pabbi minn er efnafræðingur og þegar ég var ca. 13 ára þá var hann svo pirraður yfir allri Nesquick-neyslunni heima að hann bjó til sitt eigið Nesquick með kakódufti og sykri og einhverjum efnum. Fullyrti svo að það væri alveg jafn gott og útlenska. Það var það ekki. Það sökkaði.
— Björn Teitsson (@bjornteits) November 20, 2019