Nútíminn tekur vikulega saman þau tíst sem slegið hafa í gegn á Twitter þá vikuna.
Það sem ég hlakka langmest til í lífinu núna er þegar Þorsteinn Bachmann leikur Víði í skaupinu
— Stígur Helgason (@Stigurh) March 28, 2020
*Blaðamannafundur*
Víðir: Sælt veri fólkið. Í dag ætlum við heilaga þrenningin að gera okkar thing og þá höfum við fengið framkvæmdastjóra Rúmfatalagersins til að fara yfir birgðastöðu á kósíteppum í landinu, en við höfum fengið tilkynningar um hömstrun.— Dagur Hjartarson (@DagurHjartarson) March 28, 2020
pikkaði pizzu áðan og náunginn á undan mér hélt á fjórum pizzum svo ég opnaði hurðina fyrir hann og hann sagði „hey takk, eigðu góðan heimsfaraldur“ og það er það fallegasta sem einhver hefur sagt við mig
— Olé! (@olitje) March 28, 2020
Kjöt í hvíld er líka nákvæmlega það sem ég sé. ? https://t.co/FEEtUUW3TG
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) March 28, 2020
Þetta gerðist bara
Gæi: Hvað ertu að gera annað kvöld?
Ég: Bara mest lítið eins og önnur kvöld þegar maður er í einangrun
Gæi: Ég var að spá í að bjóða þér í dinner
Ég: Ég hlýði Víði
Gæi: Hver er Víðir?????
— AndreaSigurðardóttir (@andreasig) March 28, 2020
Siðleysi að notfæra sér ástandið svona, svo ekki sé minnst á okur. Þvoum okkur heima, gott fólk! pic.twitter.com/X8i37rD7Ln
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) March 28, 2020
Einu sinni sótti @julia_margret mig á djammið því áttum að vera gestir í morgunþætti @bjorgmagg og @gislimarteinn .Ég röflaði full um jólasveinabrund.Skilst mér.
Núna er ég búin með 2 kaffibolla löngu áður en þátturinn er byrjaður og spá í að fara út að hlaupa á meðan ég hlusta— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) March 28, 2020
Tveir draumaprinsar fara hamförum í kommentakerfi DV. Gott að þeir eru allavega vel yfir meðallagi huggulegir, annars væri þetta eitthvað einkennilegt. pic.twitter.com/KtfMEjy4QT
— Sigurður Már Sig. (@siggim89) March 28, 2020
Ég eyddi kennaraverkfallinu 17. febrúar- 28. mars árið 1995 ásamt öldruðum hjónum á litlum sveitabæ norður í landi. Bílarnir voru fenntir inni í skemmu allan tímann. Snjórinn náði upp á þak. Nýjasta vídeóspólan á bænum var Riverdance-sjóið.
Lengra samkomubann?
Bring it on.
— Murun Buchstansangur (@Einfrumungur) March 27, 2020
Gulrótin fyrir þjóðina þegar þessu er öllu lokið verður að fá að sjá hinn raunverulega hárlit Ágeirs Kolbeinssonar. pic.twitter.com/vUD9LMST4m
— Gaukur (@gaukuru) March 27, 2020
Ég er að skipuleggja orgíu að þessu öllu loknu. Like ef þið viljið boð og retweet ef þið viljið vera cohost á viðburðinum á facebook ???♀️
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) March 27, 2020
Ég gerði heimaæfingu í dag á meðan dóttir mín var heima.
Núna var hún að tala um þetta við matarborðið og segir við pabba sinn:„Já, þetta var bara eins og svín væri að deyja!!“
?✌?
Reyni að gera þetta næst þegar hún er í skólanum bara.
— Helena G. Guðmundsd. (@HelenaGudrun) March 27, 2020
Mitt helsta afrek í dag: Vann tveggja ára son minn í kapphlaupi í kringum eyjuna í eldhúsinu og þurfti bara að hrinda honum einu sinni.
— Linda Björk (@markusardottir) March 27, 2020
Var að fatta að það er allt til í ísskápnum fyrir kvöldmatinn og ég þarf ekki að fara í búð. Ég er s.s. búinn að hafa fyrir því að klæða mig í buxur algjörlega til einskis!
— Siggeir F. Ævarsson (@siggeirslayer) March 27, 2020
Létt svona “ljúkum þessu af núna á meðan allir eru of uppteknir af ástandinu í heiminum og taka minna eftir þessu”-vibe pic.twitter.com/QKpPUUbE56
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) March 27, 2020
Það heitir bara kojufyllerí ef það gerist í Koju héraðinu í Japan. Annars er það bara klassískur alkóhólismi.
— €irikur Jónsson (@Eirikur_J) March 27, 2020
“Varst ÞÚ á fundi? Þú ert ekki einu sinni með vinnu!”
Dóttir mín að valdefla pabba sinn.
— Guðmundur Gunnarsson (@gummigunnars) March 27, 2020
„Æj ég ætla nú að klæða mig“ sagði ég og fór úr náttbuxunum í joggingbuxur.
— Júlíana ☠️Dauðyfli?? (@julianakrjo) March 27, 2020
Jæja, þá er komið að því.
Það er búið að aflýsa sumrinu. pic.twitter.com/8ozFInv2wz
— Anna Jakobína ? (@AnnaJakobina) March 27, 2020
Smá Stay at Home Mom realness: Dóttir mín er sannfærð um að lýsi sé sælgæti. Í morgun þurfti ég að múta henni með súkkulaðibita svo hún hætti að gráta yfir því að mega ekki fá þriðju lýsisskeiðina. Ég veit ekki hvað þetta segir um uppeldið, er þetta failure eða success?
— Erna Jóna (@Erna_Jona) March 27, 2020