Nútíminn tekur vikulega saman þau tíst á Twitter sem slegið hafa í gegn þá vikuna.
Fann Tindermatch 1 í gær trúlofaðan á FB. Spurði hvernig trúlofun gengi, instant block. Tindermatch 2 sendi mér klippu úr Borat og kvótaði til að spyrja hvort ég væri með „vagine like a sleeve of wizard“. Tinder eytt. ?
— Bergþóra Jónsdóttir (@bergthorajons) February 23, 2020
Buttigieg er gaurinn sem sagði við kennarann „hey gleymdirðu ekki að gefa okkur heimanám?“
— Pétur M. Urbancic (@PeturMarteinn) February 23, 2020
Finnst eitthvað óþægilegt við þetta nafn. Nema þetta sé erótísk húsgagnaverslun. Þá er ég auðvitað sáttur. pic.twitter.com/soOSEYOQ8m
— gunnare (@gunnare) February 23, 2020
Var í boði á Gumma Ben sport bar í gærkvöldi, þar sem Húrra starfaði áður, og spurði starfsfólkið hvenær barinn myndi loka.
Þau svöruðu að barinn lokaði yfirleitt milli 1 og 2 um helgar.
Ég held þau hafi ekki skilið spurninguna mína…
— Sigurgeir B. Þórisso (@Sigurgeit) February 23, 2020
ók what finnst þer bollur vondar?? vá svo edgy
— Tómas (@tommisteindors) February 23, 2020
Tómas fór á djammið í gær og tókst að týna hundi. Metnaður.
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) February 23, 2020
Besta tilfinning í heimi að standa fyrir utan eldhúsgluggann sinn og horfa á huslyklana sína á miðju gólfi
— Lóa Björk (@lillanlifestyle) February 23, 2020
Hrafnhildur: Hvað mynduð þið gera ef einhver rændi mér og Matthildi?
Ég: örugglega vera lögð inn á geðdeild.
Hörður: Kveikja í mér.
Hrafnhildur: Ok. En hvað gerist þá ef við finnumst?
Ég og Hörður: …
— Svala Hjörleifsdóttir (@svalalala) February 22, 2020
Það eru ekki margir sem vita það en ég er hluti af háleynilegu félagi 14 íslenskra karlmanna sem þvo sér um hendur eftir að hafa farið á klósettið á djamminu.
— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) February 22, 2020
Dimmblá dóttir mín þriggja ára stóð uppi í rúmi haldandi á kettinum okkar fyrir klukkan átta í morgun og öskraði:
ÉG ELSKA HANA SVO FOKKING MIKIÐ (kisuna).
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) February 22, 2020
Þau sögðu að það væri ekki hægt. Að ég hefði ekki getuna. Jæja, hver var að klára að tengja þráðlausa prentarann á heimilinu?
— Halldór Benjamín (@HalldorBenjamin) February 22, 2020
Vonda drottningin í Disney mynd að lesa íþróttafrettir pic.twitter.com/oc1SAMbRxl
— Þórður Helgi Þórðar (@Doddilitli) February 22, 2020
mamma að reyna að setta mig upp a date með eh random frakka er nákvæmlega astæðan afhverju hun er uppahalds kona mín pic.twitter.com/zSpshJGiRL
— DÓNA (@lexijona) February 22, 2020
Ég á tvö börn.
Sem þýðir að tvisvar á ári eru barnaafmæli.
Sem þýðir að tvisvar á ári hef ég afsökun til að gera brauðrétti.Sem þýðir að tvisvar á ári geri ég of mikið af brauðrétti og þykist voða hissa að eiga afganga sem endist mér í nokkra daga.
Algjör bömmer. pic.twitter.com/3df7NbW6YJ
— Sófús Árni (@sofusarni) February 22, 2020
Pírati spyr út í fimm milljarða mistök á vakt Sjálfstæðisflokksins, Sjálfstæðismaður getur ekki svarað því hann er í blóðþrýstingskasti yfir sokkum Píratans fangar fullkomlega hlutverk þessara tveggja flokka í íslensku stjórnkerfi
— Ernir Þorsteinsson (@EirikurErnir) February 22, 2020
Það eru ekki margir sem vita það en ég spilaði eitt sinn á tónleikum með hljómsveitinni Hjaltalín í matsal MH. Ég spilaði á hljómborð og komu margir til mín eftir tónleika og hrósuðu mér fyrir mitt framlag. Hljómborðið var ekki á neinum tímapunkti tengt.
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) February 22, 2020
Í hverju einasta íþróttaliði sem ég hef verið í, alveg frá barnæsku, er alltaf einn gaur sem þarf að láta alla vita fyrir leik að hann er mjög tæpur, í raun meiddur, fársjúkur, ætti ekki að spila, vantar á honum fótinn, en mætir samt alltaf og vill fá massífar hetjukveðjur fyrir.
— Björn Teitsson (@bjornteits) February 22, 2020
Ég: Dagur, þegar þú ert orðin stór ætlar þú að eiga kærustu?
Dagur 4 ára: Nei, ég ætla að eiga vörtusvín!— Sigursteinn Sigurðz (@gjafi_sigur) February 22, 2020
Pældu í ef mömmur fengju jafn mikið hrós fyrir ar gera ALLT eins og pabbar fá fyrir eitthvað bare minimum foreldra shit
— Helga Lilja (@Hellil) February 22, 2020
@Auddib sagði mér að byrja að horfa á Love Is Blind en ég yrði að lofa því að vera rólegur og yrði að horfa á fyrstu 3 þættina því eftir þá myndi þetta allt fara að meika sens. Eyddi 3 tímum á föstudagskvöldi í að horfa á 3 þætti og fattaði loksins að hann var að FOKKA Í MÉR!
— Rikki G (@RikkiGje) February 21, 2020
Börnin í næsturpössun, konan vildi frekar horfa á #vikan heldur en að fara fínt út að borða
Mundi svo að ég á ekki konu eða börn & er bara einn fyrir framan sjónvarpið á brókinni og búnað klára stóra pizzu. Ætla svo að eyða restinni af kvöldinu í að skammast mín fyrir að vera til— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 21, 2020
Búin að bíða mjög pirruð eftir pizzu í rúman klukkutíma þegar ég sé loksins að ég ýtti aldrei á panta takkann ?
— Alma (@Melsted) February 21, 2020
Er að selja bíl á 3 miljónir á bland. Fyrst var mér boðið 2 miljónir í reiðufé fyrir hann og núna íbúð í sandgerði ef ég borga 23 miljónir með. Eðlilega
— Oddrún Magnúsdóttir (@oddrunm) February 21, 2020
Hahah litla ruglið. Lenti í falinni myndavél í Hagkaup ??? pic.twitter.com/ifVgMuL1Og
— Atli Fannar (@atlifannar) February 21, 2020
Bjarni Fel er meðal fárra íslendinga sem geta látið særa endana, stytta hliðarnar og setja strípur í augabrúnirnar pic.twitter.com/J1HHQxgavk
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) February 21, 2020
krakki (4 ára) kom grátandi í leikskólan og ég spurði afhvjeru:
krakki: ég sakna koddanum mínum
ég: ugh ég líka!!
krakki: afhvjeru þurfum við alltaf að vakna svona snemma??
ég: veit það ekki. mér finnst það algjört rugl líka
krakki: já. algjört RUGL— baldheaded b*tch ? (@ekkiedda) February 21, 2020
Er það bara standard þegar maður er fullorðinn að vera alltaf með samviskubit?
— Sonja Björg (@sonjabjorg) February 21, 2020
Það er eitthvað alveg rotið við það að konudagurinn sé á sunnudegi. Bóndadagurinn er á föstudegi, double red og stemming. Konudagurinn er blóm og kaka ársins. Glataður. Vil sjá konudaginn fluttan ASAP. Ég vil gin og tónik, djúpsteiktan kolkrabba og kampavín. @aslaugarna getur þú?
— Kristín Soffía (@KristinSoffia) February 21, 2020
Fékk pirrandi dickpick áðan og maðurinn var enþá með jólatréð uppi. Eða Hann hafi tekið myndina um jólin og litist svo vel á hana þannig hann ákvað að Save-a hana.
COMMON— ?Heiðdís? (@BirtaHei) February 20, 2020
Vinirnir Guðjón Fannar, Ari Már, Starkaður Orri og Erlendur Máni, sem eru 9 og 10 ára nemendur í Heppuskóla á Höfn færðu Rauða Krossinum 3475 krónur sem var afrakstur hlutaveltu sem þeir efndu til síðastliðin föstudag. https://t.co/cQBEswWKer
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) February 20, 2020
7 ára dóttirin byrjaði nýlega í fótbolta. Hún er af einhverjum ástæðum ákveðin að halda ekki með sama liði og pabbi í enska. Þess vegna horfði hún íbyggin á heilan íþróttafréttatíma til að finna annað lið. Niðurstaðan var skýr. Hún heldur með Heineken.
— Agnar Tr. Lemacks (@agnartr) February 20, 2020
Muniði þegar maður fletti blaðinu sem barn og allir í þessum dálk voru ógeðslega gamalt fólk? Í dag varð ég ógeðslega gamalt fólk. pic.twitter.com/P6gKUbXbaP
— Kristrún Emilía (@KristrunEmilia) February 20, 2020
Ég: tek 45 mín í að elda vegan sheperds pie, bý til vegan worchester sósu og læt malla vel og lengi með extra mikilli ást. Bý til fallega creamy kartöflumús sem er eins og ský í munni.
Kæró: “hva er þetta ekki bara hakk með kartöflumús eða?”
— Una Hildardóttir (@unaballuna) February 20, 2020