Tónleikaserían Björk Orkestral – Live from Reykjavík í Hörpu sem var nýlega færð hefur nú verið frestað til 2021. Nýju dagsetningarnar eru 17., 24., og 31. janúar og 7. febrúar. Þetta er vegna áframhaldandi fjöldatakmörkanna en ekki er hægt að treysta á að búið verði að losa um þær í tæka tíð og setjum við alltaf heilsu og öryggi gesta og starfsfólks á oddinn.
Nýju dagsetningarnar eru eftirfarandi:
- Sunnudagur 17. janúar kl. 17 – Björk með 15 manna strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands – ÁÐUR 29. ÁGÚST
- Sunnudagur 24. janúar kl. 17 – Björk með Hamrahlíðarkórnum, stjórnandi Þorgerður Ingólfsdóttir, Bergur Þórisson – Orgel – ÁÐUR 19. SEPTEMBER
- Sunnudagur 31. janúr kl. 17 – Björk með blásarasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, flautuseptetinum Viibra, Katie Buckley – Harpa, Jónas Sen – ÁÐUR 13. SEPTEMBER
- Sunnudagur 7. febrúar kl. 17 – Björk með strengjasveit úr Sinfóníuhljómsveit Íslands, stjórnandi Bjarni Frímann Bjarnason – ÁÐUR 28. SEPTEMBER
Allir miðar eru enn gildir fyrir nýju dagsetningarnar og allir miðahafar hafa verið látnir vita. Ef nýju dagsetningarnar henta ekki geta þeir beðið um endurgreiðslu með því að hafa samband við Hörpu.
,,Við biðjumst innilegrar velvirðingar á óþægindunum sem þetta kann að valda en við teljum það öruggast að bíða með tónleikana og koma saman á ný þegar það er óhult að gera það.“
,,Við þökkum fyrir þolinmæðina og skilninginn,“ segir í tilkynningu frá tónleikahaldara.