Auglýsing

Oprah Winfrey tjáði sig loksins um hina þrjálátu flökkusögu: „Við erum ekki lesbíur“

Oprah Winfrey afneitaði loksins opinberlega hinni þrálátu flökkusögu um að hún og vinkona hennar til áratuga, fjölmiðlakonan Gayle King, ættu í ástarsambandi. Í mörg ár hafa fjölmiðlar velt vöngum yfir því hvort þær vinkonur hafi leynt áratugalöngu rómantísku sambandi þeirra en sjónvarpskonan knáa ræddi þessa flökkusögu á opinskáan hátt á dögunum.

„Ef við værum samkynhneigðar þá myndum við segja ykkur það“

Það gerði Oprah í viðtalsþætti Melindu French Gates, fyrrum eiginkonu Bill Gates, eiganda Microsoft. Þættirnir, sem bera nafnið „Moments That Make Us“, hafa ekki vakið mikla athygli – ekki fyrr en nú. Til svara var Oprah og besta vinkona hennar Gayle King.

Deila öllu saman

Oprah, sem er sjötíu ára gömul, hefur verið gift eiginmanni sínum Stedman Graham í yfir 35 ár, en vinkona hennar Gayle King er 69 ára.

„Við höfum deilt nánast öllu saman og ég verð að segja það að við ákváðum bara að leyfa þessu að sigla sinn sjó,“ sagði sjónvarpskonan og hélt áfram: „Í mörg ár sagði fólk að við værum samkynhneigðar, og hlustaðu, við stóðum frammi fyrir þessari flökkusögu endalaust oft. Það eru jafnvel ennþá margir sem halda það.“

Brot úr þætti Melindu Gates þar sem hún ræddi við þær vinkonur Opruh og King.

King, sem var með Opruh í umræddum viðtalsþætti, sagði í gríni að hún hefði oft beðið Opruh að gera sérstaka útgáfu af sjónvarpsþætti sínum þar sem hún útskýrði að þær væru bara vinkonur – þá sérstaklega þar sem það væri nógu erfitt fyrir hana að landa stefnumóti á laugardagskvöldi.

„Ef við værum samkynhneigðar þá myndum við segja ykkur það,“ sagði hin tveggja barna móðir King í viðtalinu.

Fólk ekki vant því að sjá alvöru vinasamband

Þegar hún var spurð hvað hún teldi að hafi orðið kveikjan að flökkusögunni um að þær væru meira en bara vinkonur sagði Oprah að það væri vegna þess að fólk væri „ekki vant því að sjá konur í svona alvöru vinasambandi.“

„Ég bara gerði ráð fyrir að allir ættu mjög góðan vin eða vinkonu.“

„Ástæðan fyrir því að ég held að vinátta okkar hafi gengið svona vel er sú að Gayle er ánægðari, ekki bara ánægð, heldur ánægðari fyrir mína hönd – fyrir allan þann árangur og allar þær áskoranir sem ég hef náð eða tekist á við – ánægðari en ég hef sjálf verið,“ sagði Oprah, sem hefur tuttugu sinnum unnið til Emmy-verðlauna.

Hún bætti við: „Það er þetta viðhorf hennar sem fær mig til þess að líða betur með sjálfa mig — ég gæti ekki verið ánægðari og sama hvað þá gæti ég ekki verið ánægðari með þetta allt saman en Gayle. Það er ekki hægt að vera ánægðari en hún. Ég er líka afskaplega hamingjusöm fyrir hennar hönd og það sem hún hefur áorkað.“

Afbrýðisemi eyðileggur allt

Gayle King er best þekkt sem aðalfréttastjóri CBS News og annar stjórnandi morgunþáttarins „CBS This Morning.“ Hún hefur verið í bransanum í mörg ár og er virt fyrir störf sín í fjölmiðlum, þar sem hún hefur fjallað um margvísleg málefni, allt frá fréttum og menningu til viðtala við helstu leiðtoga heimsins og fræga einstaklinga úr Hollywood.

Þá tók Oprah það fram að jafnvel „vottur af afbrýðisemi um eitthvað“ milli vinkvenna geti eyðilagt vinasambandið.

„Þegar hún var spurð um vináttu þeirra sagði King: „Ég bara gerði ráð fyrir að allir ættu mjög góðan vin eða vinkonu.“ Þá bætti hún við að hún væri ekki hrædd við að vera hreinskilin við bestu vinkonu sína.

„Í lífi Oprah er fólk alltaf að hrósa henni og samþykkir alltaf það sem hún segir,“ útskýrði hún og var þá að vísa til „Já-fólksins“ sem oftar en ekki er í kringum frægt fólk: „Og stundum segi ég bara: „Það er bara ekki satt. Hárið þitt lítur ekki vel út.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing