Auglýsing

Óþolandi athöfn að máta brjóstahaldara

Það eru spennandi tímar fram undan hjá Maríönnu Pálsdóttur, snyrti- og förðunarfræðingi og eiganda MP Studio, en í haust mun hún hefja samstarf með lýtalækni á Læknastofum Reykjavíkur og opna Snyrtistofu Reykjavíkur. Maríanna segist hafa gert ýmislegt í lífinu en það allra göfugasta sé að hafa alið fjögur börn í þennan heim. Móðurhlutverkið hafi kennt sér það allra mikilvægasta í lífinu; að elska skilyrðislaust. Ekkert sé mikilvægara en börnin og ástin.

Þetta er brot úr lengri lið en greinina má finna hér á vefnum Birtingur.is.

Fullt nafn: Maríanna Pálsdóttir
Starfsheiti: Snyrti- og förðunarfræðingur og eigandi MP Studio.
Aldur: 39 ára
Áhugamál: Ég elska tónlist, yoga, hugleiðslu og fegurð náttúrunnar sem á hug minn allan. Ég elska ekkert meira en kyrrðina í sveitinni.


 

Fallegasti fataliturinn? Uppáhaldslitirnir mínir eru brons og kopar.

Besta lykt í heimi? Santal 33 frá Le Labo.

Þægindi eða útlit? Ég hef í gegnum tíðina látið mig hafa ýmislegt fyrir útlitið, en ég er orðin of gömul fyrir það svo ég segi þægindi.

Í hvernig fötum líður þér best? Í síðum, þægilegum kjólum með sjal yfir mig í stígvélum eða á tánum.

Hvað einkennir þinn stíl? Síðir litríkir kjólar, glæsileiki og elegant hippalegt yfirbragð.

Í hvaða búðum verslar þú helst föt og fylgihluti? Farmers Market, Ilse Jacobsen, Zara, Vera design, á erlendum vefsíðum, í second hand-búðum og Hringekjunni. Svo er vinkona mín Margrét Erla Maack búin að moka í mig glæsikjólum.

Hvaða flík er leiðinlegast að máta? Langleiðinlegast þykir mér að máta brjóstahaldara. Það er eiginlega óþolandi athöfn.

Hvaða flík keyptirðu þér síðast? Ég keypti mér síðast gullkjól á Ítalíu sem ég var í þegar opnunarhátíð Eurovision var haldin. Þetta var Royal Gala-kvöld sem var haldið í höll og alveg eitthvað fyrir mig.

Er einhver flík eða fylgihlutur efst á óskalistanum þessa dagana? Ég get ekki hætt að hugsa um Gucci-gleraugun hennar Ingu Tinnu vinkonu, mér finnst eiginlega að hún ætti að gefa mér þau. Svo er ég alveg heilluð af skartgripunum frá Veru Design. Þetta hjartalaga hálsmen var gjöf frá Ingu Tinnu þannig að ég get varla ætlast til að hún gefi mér líka gleraugun.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing