Auglýsing

Keyptu sendiferðabíl og breyttu honum í ferðaheimili: Lítur betur út en flestar íbúðir! – MYNDIR

Sumir kaupa sér bara húsbíla og ferðast um heiminn í staðinn fyrir að eiga íbúð.

Iona og Martin frá Bretlandi ákváðu að ganga skrefinu lengra og fá sér alvöru ferðaheimili. Þau keyptu gamlan sendiferðabíl á eBay og gerðu hann upp sjálf frá A til Ö. Vinnan þeirra skilaði sér í fallegu heimili á hjólum sem þau ferðast núna á um Evrópu og renna sér niður snævi þakktar hlíðar fjalla í Evrópu.

Við segjum frá sögu þeirra og nýja heimilisins í máli og myndum. Sjón er sögu ríkari…

Þetta eru þau Iona Stewart og Martin Hill – par frá Nottingham en þau elska að ferðast um heiminn með snjóbrettin sín.

Þau keyptu sér gamlan Hovis-sendiferðabíl sem þau gætu bæði notað sem ferðamáta og heimili.

Þau keyptu hann á eBay fyrir rúmar 600.000 kr.-

Þau eyddu þremur og hálfri milljón í breytinguna.

Svona lítur nýja heimilið þeirra út eftir breytingarnar.

Þrátt fyrir að líti svona út að utan að þá…

…eru það breytingarnar inni í honum sem gera mann orðlausan!

Sendiferðabíllinn er útbúinn öllu því sem finna má á venjulegum heimilum.

Á meðan Martin setti upp innréttingarnar að þá sat Iona sveitt við að hanna þær.

„Við keyptum hann í maí og unnum sleitulaust í fjóra mánuði að gera hann upp.“

„Við vorum heppin að þurfa ekki að vinna á þessu tímabili og gerðum því allt sjálf.“

Parið hækkaði hluta gólfsins inni í sendiferðabílnum.

Svefnherbergið kemur virkilega vel út!

Nægt geymslurými er í sendiferðabílnum og því getur parið ferðast um Evrópu án þess að hafa áhyggjur af því að geta ekki tekið allt dótið sitt með.

Þetta er sturtan hjá þeim.

Parið svæðaskipti sendiferðabílnum með hurðum eins og sést hérna.

Iona hannaði sendiferðabílinn og bætti við alls kyns smáatriðum til þess að gera þetta að heimilinu þeirra!

Þau eru þessa dagana á ferð um Frakkland og njóta þar óborganlegs útsýnis út um glugga nýja heimilisins.

Þau segja það ekki á döfinni að keyra aftur heim til Bretlands – planið er að ferðast um heiminn.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing