Það eina sem hefur breyst í páskaratleiknum hjá mér er að það er ekki lengur þörf á fyrstu vísbendingu um að bíða þar til klukkan slær 9. Börnin mín eru 18 og 21 og ég er búin að bíða í tvo tíma eftir að þau vakni svo leit geti hafist.
— Sóley Tómasdóttir (@soleytomasar) April 4, 2021
Krakkarnir byrjaðir að grenja um vísbendingar og að þetta sé svo erfiður felustaður. Ég spurði þau bara hvort þau haldi að jesú kristur hafi ekki þurft að þjást líka á krossinum fyrir þau?
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 4, 2021
Í ár eru þau falin í litlu holrými sem ég fann uppi á háalofti og negldi spónaplötu yfir. Vissulega mega þau ekki fara upp á háaloft og kunna ekki á verkfærin til að komast að eggjunum en það verður að hafa það. Páskaeggjaleit snýst um þrautsegju, útsjónasemi og þjáningu krists.
— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) April 4, 2021
Hugmynd, í staðinn fyrir að fólk feli páskaeggin fyrir börnunum væri hægt að prófa að fela börnin. Í svefni, þannig að þau vakni um morguninn, þurfi að átta sig á því hvar þau eru, komast út og svo sækja eggið sitt sem er á augljósum stað. Bara pæling til að hrista upp í hlutunum
— Stígur Helgason (@Stigurh) April 4, 2021
allir krakkar (allir krakkar er’í skessuleik) kom á spotify og sonur minn öskraði „þetta lagið mitt!!“ ~ alveg sturlaður stemningsmaður
— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) April 3, 2021
Við maðurinn minn erum ósammála um hversu erfiðir felustaðir páskaeggja eiga að vera. Ég vil hafa þá mjög erfiða. Pabbi minn skrúfaði einu sinni egg bróður míns inn í útvarp. Hluti af fjörinu er að vera mjög lengi að leita ?♀️
— Katrín Atladóttir (@katrinat) April 3, 2021
Ætla ekki að tjá mig um sóttvarnarhótelið þar sem ég veit fátt betra en að loka mig inni í fimm daga og þurfa ekki einu sinni að fara í göngutúr. Hvað er annað fólk að gera við páskafríið sitt?
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) April 3, 2021
Frænka mín: Æðislegt þetta lag með Hugh Grant.
Ég: Já, er hann líka í músík?
FM: Syngur alveg yndislegt lag með Ellen Kristjáns „Seldu stjörnu“ heitir það.
Ég: Þú ert ekki að tala um Hugh Grant, Þuríður, hann heitir John Grant!— Þórdís Gísladóttir (@thordisg) April 3, 2021
Búinn að horfa á fjórar lost seríur núna á innan við 2 vikur. Talaði uppúr svefni í nótt og vakti Sjöfn með “ Við þurfum að komast af eyjunni elskan“
Sem ég endurtók nokkrum sinnum. Held maður pási þetta aðeins— Tommi Tanölg (@TomasJohannss) April 3, 2021
Í fullkomnum heimi myndi ÁTVR heita þetta pic.twitter.com/xUoOa7s5K6
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) April 3, 2021
Fór í Ríkið. Afgreiðslukonan bað mig um skilríki. Ég framvísaði þeim. Hún dró í efa að þetta væri ég á myndinni og bað mig að fella niður grímuna. Ég neitaði, það væri brot á sóttvarnarreglum. Við erum enn í störukeppni.
— Bergsteinn Sigurðsson (@bergsteinn3) April 3, 2021
Íslensk dagskrárgerð gæti toppað sig á þessu sóttkvíarhóteli þar sem öllum er fylgt eftir með kameru og hver hópur á að semja lag og kynna sig og hanna sína eigin búninga. Um versló er síðan útslitakeppnin haldin í Geldingadal og Daði er kynnirinn. Keppnin heitir 5 days.
— Nína Richter (@Kisumamma) April 3, 2021
Hún vildi rándýran granítstein í eldhúsið og fékk hann. En hún notar samt þessa korkplatta undir heita ofnskúffu… þrátt fyrir augljósa eiginleika steinsins til að þola slíkt. Guð blessi hana. pic.twitter.com/ccpgGSITwK
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) April 3, 2021
Ég er svo fegin að það sé spáð skítaveðri á morgun. Þá get ég talað við óþolandi healthy vini mína án þess að þeir heimti að við förum að þessu eldgosi
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) April 3, 2021
„Okei þú þarft að taka mynd af Helgu Völu fyrir eina grein en það er mjög mikilvægt að enginn sjái þig, skiluru? Mæli með að fela þig uppi í stúkunum, færð gott sjónarhorn þaðan. Mundu bara, ENGINN má sjá þig.“ pic.twitter.com/rRKeCB76pw
— Hrafnár (@skolledla) April 3, 2021
Frúin fór á bílnum í vinnuna svo maður er bara frelsissviptur á meðan
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 2, 2021
mikið talað um sóttkvíarhótel en allir hættir að tala um að pipp heiti í dag síríus pralín súkkulaði
— Atli Fannar (@atlifannar) April 2, 2021
Allir brjálaðir yfir þessu sóttvarnarhóteli, en þegar saklaust fólk er látið dúsa í 39 daga á eyðieyju í Survivor þá segir enginn neitt.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) April 2, 2021
Eyddi föstudeginum langa í goskælinum í Hagkaup í Skeifunni og sagði við alla “jæja þá er maður bara loksins mættur að skoða gosið” Mikið hlegið og mikið gaman.
— Tómas Ingi (@tomasingiad) April 2, 2021
Hver veit hvað gerist ef þetta Sóla dæmi klikkar ??♀️ pic.twitter.com/9xH4RroPXF
— Viktoría Hermannsdóttir (@Viktoriaherm) April 2, 2021