„Það var mat Pfizer að hér væru of fá tilfelli til þess að framkvæma rannsókn af þessu tagi. Við höfðum engin haldbær rök gegn því,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, eftir fundinn í gær með fulltrúum lyfjafyrirtækisins Pfizer, vegna mögulegs tilraunaverkefnis þar sem reynt yrði að ná hjarðónæmi gegn Covid-19 á Íslandi. Ekkert verður úr tilrauninni og að sjálfsögðu var málið mikið rætt á Twitter.
Finna þetta eina smit. Beint í kúluna með viðkomandi og svo troðfylla hana með fólki. Opna svo World Class. Heyra aftur í Pfizer eftir mánuð.
— Árni Torfason (@arnitorfa) February 10, 2021
Allir bólusettir fyrir 1. mars (STAÐFEST)
Pfizer: pic.twitter.com/YrRQ80jTWH
— Jón Kári Eldon (@jonkarieldon) February 10, 2021
Í gær neitaði Pfizer okkur og í dag er allt á kafi í snjó í Reykjavík. Litlu foréttindadúllurnar sem við erum, erum öll grenjandi yfir óréttlæti heimsins. Að því sögðu hver pantaði þennan snjó?
— Sigrun Skaftadottir (@sigrunskafta) February 10, 2021
Alveg er ég viss um að þessi danska Metta hafi sagt Pfizer frá því að hér væri ekki lengur neinn faraldur.
— Örn Úlfar Sævarsson (@ornulfar) February 10, 2021
Skítt með þessa rannsókn, það ætla samt allir að Pfizer nú þegar búið er að opna bari.
— Þrotvaldur Ósigurbjörn Helgason (@dullurass) February 10, 2021
Auðvitað tekst Kára að koma útúr þessu sem alpha. Það var Pfizer sem höndlaði ekki pressuna frá kóngnum. pic.twitter.com/FS8hjkcQY9
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) February 9, 2021
Ruslafata á salerni í Kringlunni uppúr hádegi í dag, fyrir Pfizer-vonbrigðin.
Sumir gíruðu sig í hlutabréfum, aðrir veðjuðu á annað.
Niðurstaðan er sú sama: Brostnar vonir! pic.twitter.com/2xHsYX7i3H— Friðjón Friðjónsson (@fridjon) February 9, 2021
Þórólfur á Teams eftir að Pfizer beilaði pic.twitter.com/QooXYS6wlN
— Þórður (@doddeh) February 9, 2021
Var að koma úr mjög sveittum hot yoga tíma í fjölmennri líkamsræktarstöð. Er að leggja mitt af mörkum til að koma nýrri bylgju af stað svo að Pfizer splæsi í bóluefni.
— Thora (@Erkitekt) February 9, 2021
Pfizer: „Takk fyrir umsóknina, Ísland. Því miður þá ertu bara oft hæft fyrir þessa stöðu. Gangi þér vel í leitinni.“
— Þinn Trausti vinur (@Traustisig) February 9, 2021
Þá er þetta búið. Grímuskylda til áramóta.Munum að njóta dagsins og vera dugleg að taka D vitamín. Annars nokkuð góður.Eina.
— Guðjón Guðmundsson (@gaupinn) February 9, 2021
Var þetta Pfizer dæmi ekki bara einhver félagsfræðirannsókn? Koma af stað orðrómi um eitthvað sem var ekki að fara að gerast og sjá svo viðbrögð og tilfinningasveiflur landsmanna og svona.
— Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson (@thorkellg) February 9, 2021