Hráefni:
- 750 gr risarækjur
- 1 1/2 msk cajun-krydd
- svartur pipar
- 2 msk ólívuolía
- 4 msk smjör
- 3-4 hvítlauksgeirar, rifnir niður
- 1 msk ferskt timjan ( eða 2 tsk þurrkað )
- rifinn börkur + safinn úr 1 sítrónu
Hunangs-chilli marínering:
- 1/2 dl hunang
- 2 msk smjör
- 1 tsk cayenne pipar
- 1/2 tsk chilli duft
- 1/2 tsk reykt paprika
- sjávarsalt
Aðferð:
1. Þerrið rækjurnar með eldhúspappír, setjið þær í skál ásamt cajun kryddi og svörtum pipar og blandið vel saman.
2. Hitið olíu á pönnu og steikið rækjurnar í um 2 mín á hvorri hlið. Bætið smjöri, hvítlauk, timjan og rifnum sítrónuberki á pönnuna. Steikið áfram í 1-2 mín. Takið pönnuna af hitanum og hrærið sítrónusafanum saman við.
3. Hunangs-chilli sósa: Bræðið saman í potti hunangi, smjöri, cayenne pipar, chilli dufti, reyktri papriku og smá salti.
2. Hellið sósunni yfir rækjurnar á pönnunni og berið fram strax.