„Ég var einhvern tímann í flúri hjá Búra og það var einhver annar inni í flúri á móti mér og ég er viss um að hann sé einhver svona „glæpó glæpó“ eða eitthvað. Þá var einhver gaur þarna með honum og ég var aðeins að hlusta á hann tala því þetta var skemmtilegur karakter,“ segir Patrik Atlason betur þekktur sem Prettyboitjokko en hann er nýjasti gesturinn í hlaðvarpsþættinum Blekaðir.
Blekaðir er glænýr þáttur á hlaðvarpsveitunni Brotkast en hann er í umsjón húðflúraranna Dags Gunnars og Ólafs Laufdals þar sem þeir fara yfir húðflúrssenuna á Íslandi. Þeir eru báðir reyndir húðflúrarar og fá til sín viðmælendur sem hafa einhverja tengingu við hlúðflúr, ýmist húðflúrara eða einstaklinga sem hafa fengið sér húðflúr. Bæði Dagur og Óli starfa við að húðflúra og hafa ótal skemmtilegar sögur að segja sem þeir flétta saman við sögur viðmælenda sinna í þessum skemmtilegu þáttum.
„Ég veit ekki hvort þessi gæji var að vinna hjá honum eða gerði allt fyrir hann. Svo segir hann: „Ég er svo svangur, geturu farið á Sólón fyrir mig og náð í fisk“ – svo fer hann á Sólon fyrir hann og nær í fiskinn og byrjar að mata hann,“ segir Prettyboitjokko þegar hann var spurður að skemmtilegri flúrsögu.
Enginn veit hvaða maður þetta var sem gat sent aðstoðarmann sinn að ná í umræddan fisk á Sólon en sagan er skemmtileg. Hér er brot úr viðtalinu en hægt er að horfa og hlusta á það í fullri lengd á hlaðvarpsveitunni Brotkast.