Auglýsing

Ráðherra í samkvæmi sem stöðvað var af lögreglu

Um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi fékk lögregla tilkynningu um brot á samkomutakmörkunum og var samkvæmið stöðvað. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins

Í tilkynningu frá lögreglu segir meðal annars:

„Tölu­verð ölvun var í sam­kvæminu og voru flestir gestanna með á­fengi við hönd. Lög­reglu­menn veittu at­hygli að enginn gestanna var með and­lits­grímur fyrir and­liti. Lög­reglu­menn sögðu að nánast hvergi voru fjar­lægðar­tak­mörk virt. Lög­reglu­menn sáu að­eins 3 spritt­brúsa í salnum.“ 

Fréttablaðið segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að í samkvæminu hafi verið á milli 40-50 manns og að Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, hafi verið staddur í samkvæminu. En tilkynning barst í morgun frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem greint var frá því að einn ráð­herra í ríkis­stjórn Ís­lands hafi verið meðal gesta í sam­kvæminu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing