Ráðist var á húsráðanda í Kópavogi í dag þegar menn ruddust inn í íbúð hans. Maðurinn var bundinn niður og honum hótað. Þetta kemur fram í dagbók lögreglu.
Einhver verðmæti voru tekin af heimilinu, þar á meðal greiðslukort og lyf. Mennirnir fóru næst af vettvangi en hótuðu manninum að þeir myndu koma aftur.
Maðurinn náði að losa sig og hafði samband við lögreglu. „Mennirnir komu aftur áður en lögregla kom á vettvang og er þeir heyrðu að lögregla væri á leiðinni forðuðu þeir sér,“ segir í tilkynningu frá lögreglu en málið er nú í rannsókn.