Vegna háspennubilunar er rafmagnslaust í Fossvogsdalnum, við Hlíðarnar í Reykjavík og í nágrenni við Kópavog.
Á vef Veita kemur þetta fram:
„Við bendum þér á að slökkva á þeim rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf og geta valdið tjóni þegar rafmagn kemur á að nýju. Það á sérstaklega við um eldavélar, mínútugrill og fleiri hitunartæki. Eins ráðleggjum við þér að slökkva á viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp,“
Unnið er að viðgerð og er áætlað að rafmagn verið komið á um 9 en sem stendur eru öll umferðarljós á svæðinu óvirk.
Uppfært: Rafmagn er nú komið á allstaðar.