Auglýsing

Rafræn ökuskírteini í vor

Stefnt er að því að koma ra­f­ræn­um öku­skír­tein­um í gagnið fyr­ir 1. júní á þessu ár­i.

Þessu greinir Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir dóms­málaráðherra frá á Twitter-síðu sinni. Hún segir frá því að síðustu mánuði, í samvinnu við rík­is­lög­reglu­stjóra, hafi verið unnið að út­gáfu sta­f­rænna öku­skír­teini.

„Mikil þróun hefur verið í notkun öruggri snjallsímaþjónustu sem gerir það kleift að gefa ökuskírteini út með öðrum hætti en á plasti,“ skrifar Áslaug.

„Stafræn ökuskírteini verða til hagsbóta fyrir fólk enda síminn oftast með í för og líkur á að þessu fylgi töluverð þægindi fyrir einstaklinga,“ heldur hún áfram.

„Nú er tæknileg útfærsla tilbúin og ekkert því til fyrirstöðu að hefja útgáfu á stafrænum ökuskírteinum fyrir snjallsíma, jafnt fyrir Android og iOS stýrikerfi. Notendur mun geta fengið stafrænu ökuskírteinin með því að sækja um þau á Íslandi með rafrænum skilríkjum.“

 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing