Ragnar Bjarnason, einn ástsælasti dægurlagasöngvari þjóðarinnar er látinn, 85 ára að aldri. Hann lést á líknardeildinni í Kópavogi í gærkvöldi eftir skammvinn veikindi.
Raggi lætur eftir sig eiginkonu, Helle Birthe Bjarnason, og þrjú börn: Bjarna Ómar Ragnarsson, Kristjönu Ragnarsdóttur og Henry Lárus Ragnarsson. Þá lætur hann eftir sig ellefu barnabörn.
Nútíminn sendir ættingjum og vinum Ragnars innilegar samúðarkeðjur.