Auglýsing

Réðust á börn með rafbyssu og hníf á skólalóð í Kópavogi

Fjórir til fimm piltar á aldrinum 16 til 18 ára réðust á fimmtán ára drengi með rafbyssu og hnífum á skólalóð í Kópavogi í gærkvöldi. Drengirnir sem ráðist var á voru með sýnilega áverka eftir líkamsárásina.

Árásarmennirnir fóru af vettvangi áður en lögregla mætti á svæðið en tilkynnt var um árásinua klukkan 22:52 í gærköldi. Lögregla stöðvaði bifreið árásarmannanna í Rofabæ í Árbæ og þá voru fjórir í bifreiðinni sem voru handteknir og færðir á lögreglustöð þar sem foreldrar þeirra mættu.

Þeim var sleppt eftir skýrslutöku en vopn þeirra voru gerð upptæk. For­eldr­ar drengj­anna sem urðu fyr­ir árás­inni fóru með þá á slysa­deild Land­spít­al­ans til skoðunar.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing