Auglýsing

Reiðhjólamaður skotinn í sitjandann

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gærkvöldi tilkynningu um farþega í bíl í Kópavogi sem „skaut úr loftbyssu í sitjanda á reiðhjólamanni,“ eins og það er orðað í dagbók lögreglu.

Stuttu síðar var umrædd bifreið stöðvuð og lagt hald á loftbysssuna. Eigandi hennar var ólögráða unglingur og var málið unnið með aðkomu forráðamanna og tilkynningu til Barnaverndar að sögn lögreglu. Ekki kemur fram hvernig reiðhjólamaðurinn hefur það eftir atvikið.

Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing