Í tilefni af 75 ára lýðveldisafmæli Íslands hefur RARIK nú fært íslenska ríkinu jörðina Dynjanda við Arnarfjörð að gjöf. Stjórn RARIK ákvað að færa ríkissjóði Íslands jörðina á degi íslenskrar náttúru.
Á jörðinni sem ríkið fær má finna f0ssinn Dynjanda sem einn hæsti foss landsins og einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna á Vestfjörðum.
Samhliða því sem jörðin var afhent í dag undirrituðu Guðmundur Ingi og Birkir Jón Jónsson, formaður stjórnar RARIK, samkomulag milli ríkisins og RARIK. Markmið þess er að tryggja útivistar- og náttúruverndargildi jarðarinnar og náttúruvættisins Dynjanda. Dynjandi og aðrir fossar í Dynjandisá ásamt umhverfi þeirra voru friðlýst sem náttúruvætti árið 1981 en af hálfu stjórnvalda er nú stefnt að friðlýsingu allrar jarðarinnar,“ segir í tilkynningunni.
Þetta kom fram á vef Vísis í dag.