Ítalski söngvarinn og einn ástsælasti tenór heims, Andrea Bocelli, heldur sögulega risatónleika í Kórnum laugardaginn 23. maí. 2020. Bocelli er þekktur fyrir að vera með eina fallegustu rödd heims og hefur selt yfir 90 milljón plötur á heimsvísu. Hann átti þátt í því að færa sígilda tónlist í samtímann þar sem lögin hans hafa náð fyrsta sæti á öllum helstu topplistum heims. Celine Dion telur að ef guð hefði söngrödd, þá myndi hún hljóma eins og röddin hans Bocelli, segir í tilkynningu frá Senu.
Hljóð, skjáir og svið verða á heimsmælikvarða og ásamt Bocelli kemur fram 70 manna sinfónuhljómsveit SinfoNord, kór frá Söngsveitinni Fílharmóníu og sérstakir gestir. Hér er því hægt að lofa einstakri og ógleymanlegri upplifun. Tæplega átta þúsund sæti verða í boði á sex verðsvæðum sem þýðir að hér er um að ræða stærstu sitjandi tónleika fyrr og síðar á Íslandi, en samanborið við tónleika hans erlendis er um talsvert meiri nánd að ræða en víðast hvar annars staðar.
Almenn sala hefst 13. des kl. 10.
Póstlistaforsala hefst 12. des kl. 10. Skráning hér.