Nýjasta lag hljómsveitarinnar Skoffíns kallast “Rottur” og kemur út föstudaginn 12. mars á allar helstu streymisveitur.
Lagið fjallar um einmanaleika og ofsóknarbrjálæði, sett í súrrealískan búning þar sem ýmsar verur herja á söguhetjuna og er það fyrsta útgáfa Skoffíns af væntanlegrar breiðskífu. Einnig kemur út sérstakur Instagram rottufilter með útgáfunni.
Meðlimir Skoffíns eru Auðunn Orri Sigurvinsson, Bjarni Daníel, Jóhannes Bjarki Bjarkason og Sævar Andri Sigurðarson. Jóhannes Bjarki samdi lag og texta.
Rottur var tekið upp og hljóðblandað af Árna Árnasyni. Glenn Schick sá um masteringu.
Tónlistarmyndband við lagið þar sem hljómsveitarmeðlimir klæðast rottugervi er væntanlegt í næstu viku og leikstýrði Snæfríður Sól Gunnarsdóttir. Arína Vala Þórðardóttir sá um upptökur og eftirvinnslu.
View this post on Instagram