Auglýsing

Ruddi Öxnadalsheiðina í kolbrjáluðu veðri fyrir vini sína

Akureyringur gerði sér lítið fyrir og ruddi veginn um Öxnadalsheiði í kolbrjáluðu veðri svo starfsmenn hans og vinir næðu flugi fyrir sunnan.

Starfsmenn verktakafyrirtækis Finns Aðabjörnssonar á Akureyri áttu bókað flug erlendis á fimmtudagsmorgun og höfðu beðið í tæpan sólarhring eftir því að vegurinn um Öxnadalsheiði yrði opnaður. Í hálfgerðu gríni leituðu þeir til yfirmanns síns, Finns Aðalbjörnssonar eftir hjálp.

„Þetta var nú bara smá grín fyrst. Þeir spurðu hvort ég gæti ekki bara farið og opnað fyrir þá. Við töluðum við Vegagerðina og spurðum hvort það væri ekki í lagi að stinga í gegn. Þeir sögðu það í lagi svo lengi sem við værum ekkert að gaspra um það,“ segir Finnur.

„Við vorum á okkar eigin ábyrgð þarna og passaði mig að valda ekki neinum óþægindum fyrir snjómoksturmennina sem moka heiðina. Þetta eru algjörir naglar sem hafa staðið sig svakalega vel. Þeir gáfust bara upp út af veðri, þeir gátu ekki opnað veginn út af brjáluðu veðri.“

Segist Finnur sjaldan hafa séð jafn mikla snjódýpt á heiðinni.

„Það var helvíti vont veður. Við vorum á móti vindinum alla leiðina. Það fauk allt á gluggann og maður sá ekkert út.“

Það tók Finn heilt yfir um 9 klukkustundir að ryðja veginn fram og tilbaka. Uppátækið spurðist út og það sem í fyrstu áttu bara að vera 4 bílar urðu 23 bílar.

„Það fjölgaði alltaf í röðinni á eftir. Ég sá bara fremstu bílana sem voru á eftir mér. Þegar við komum niður í Skagafjörð voru 23 á eftir. Allir mjög þakklátir. Þar á meðal fullorðinn maður sem þurfti að komast til sænsk læknis sem var bara í Reykjavík einn dag til viðbótar. Það var ósköp gott að geta komið þessum manni suður.“

Viðtalið við Finn má sjá hér

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing