Rúrik Gíslason, fyrrum atvinnumaður í knattspyrnu, gaf á dögunum út sitt fyrsta lag og tónlistarmyndband.
Lagið, sem ber heitið Older, gaf Rúrik út í samstarfi við plötusnúðinn Doctor Victor. Nú er komið einskonar framhald af laginu, Older (Live at Harpa), sem er rólegri útgáfa af Older. Myndbandið er tekið upp í Eldborgarsal Hörpu.
„Older snýst því um mikilvægi þess að hafa gaman og ná því besta úr lífinu. Skilaboðin eru að forðast væntingarnar, gera sitt besta og reyna að hafa gaman af þessu,“ segir í fréttatilkynningu myndbandsins.