Auglýsing

RÚV núll óskar eftir stuttmynd úr sóttkvínni

„Nú þegar samkomubann er í gildi, framhaldsskólar og háskólar eru lokaðir og margir eru í sóttkví getur verið erfitt að finna sér eitthvað að dunda sér við. Eitt af því sem er þá tilvalið að gera er að læra eitthvað nýtt, eins og til dæmis hvernig maður getur gert stuttmynd,” segir á síðu rúvnúll

Framleiðandi deildarinn gefur nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga þegar gera á myndband.

1. Passaðu upp á hljóðið, fólk tekur miklu frekar eftir slæmu hljóði en slæmri mynd. Það þýðir að þú ættir að reyna að taka ekki upp í húsi við flugvöllinn eða með myndavélina við hliðina á háværum ísskáp. Og svo er auðvitað mikilvægt að tala í þá átt sem hljóðneminn er.

2. Notaðu þá myndavél sem þú hefur aðgang af, góðar græjur eru ekki það sama og góður kvikmyndagerðamaður. Það er hægt að gera ýmislegt bara með símanum sínum.

3. Notaðu vini þína, þeir eru bæði ódýrt vinnuafl og svo er ógeðslega gaman að búa til hluti í góðum vinahóp. Bara passa tvo metrana núna!

4. Notaðu náttúrulega birtu, það er hægt að komast ótrúlega langt á því að nota sólarljósið og að kunna að beita því. Reyndu bara að snúa alltaf í ljósið og taka ekki upp beint á móti því.

5. Sú saga sem þú vilt segja er og á alltaf að vera í forgang, öll tæknileg atriði eru bara litlar áskoranir sem alltaf hægt er að sigrast á.

„Ef þú leggst í stuttmyndagerð viljum við endilega fá að sjá afraksturinn. Svo áttu jafnvel eina stuttmynd á lager nú þegar, við viljum líka sjá hana. Sendu okkur þína mynd í gegnum tölvupóst á ruvnull@ruv.is. Við mælum með því að nota síður á borð við WeTransfer eða Google Drive til að senda okkur myndirnar í sem bestum gæðum. Með þínu leyfi viljum við svo sýna bestu stuttmyndirnar eða myndböndin sem okkur berast.” 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing