Í fréttatilkynningu sem Rúv sendi frá sér í dag kemur fram að fram að nú sé opið fyrir innsendingu laga í Söngvakeppni Sjónvarpsins 2020.
RÚV og framkvæmdastjórn keppninnar hvetja alla laga- og textahöfunda landsins til að senda inn lög og halda þannig áfram að móta tónlistarsögu Íslands segir í tilkynningunni. Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti þann 17.október næstkomandi og verða lögin sem komast inn tilkynnt í janúar á næsta ári.
Íslenska undankeppnin, Söngavakeppnin, fer fram í febrúar 2020 og þá kemur í ljós hver verður fulltrúi Íslands í stóru keppninni en síðasta vor var það hljómsveitin Hatari sem hafnaði í 10.sæti í keppninni í Tel Aviv. Eurovison verður haldin í Rotterdam í maí á næsta ár