Lokaþátturinn af spennuþáttaröðinni Brot var sýndur á Rúv á sunnudaginn. Að vanda hafði fólk mikið að segja um þáttinn á Twitter.
Dalalífs glaumgosi, Spaugstofupartýpinni, afinn ógurlegi og núna bara allt í einu ómenni. Ég vil Sigga minn aftur! #Brot pic.twitter.com/w9HrYvYeSB
— Maggi Peran (@maggiperan) February 9, 2020
Fyrsti vinnutitill #Brot var: Kenneth Máni leysir vandann.
— Atli Fannar (@atlifannar) February 9, 2020
Crúsal að klæða Kötu í Timberland skónna áður en hann fer með hana út úr húsi #Brot pic.twitter.com/rVW8ZKXX4k
— Þórhallur Guðjónsson (@Dallurinn) February 9, 2020
Þessi gaur sem er bara að hanga niðri á höfn um miðja nótt af því að hann hefur ekkert betra að gera eftir að hann skildi er með núansaðri baksögu en margir þarna. #brot
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) February 9, 2020
Lokaatriði #brot hefði átt að vera Siggi Sigurjóns einangraður í klefa. Gengur í hringi og skiptir á milli karaktera á nokkurra sekúndna fresti.
“Kristján heiti ég… Ólafsson.”
“Mar, mar… bara áttar sig ekki á þessu!”
“I love it“— Árni Helgason (@arnih) February 9, 2020
Mér var alveg sama um allar persónurnar í Broti. Allt í þáttunum var eins klisjulegt og það gerist. Ekkert var spennandi. Horfði samt á þá alla í von um eitthvað betra. ☹️ #brot
— Brynhildur Bollad. (@brynhildurbolla) February 9, 2020
Ég heimta Randver sem böðulinn í seríu tvö. Maðurinn með mafíósalúkkið #Brot pic.twitter.com/68KtWn4L99
— Maggi Peran (@maggiperan) February 9, 2020
Var árshátíðin hjá LRH akkúrat þegar Kata og Arnar voru að leysa málið? #brot #hvarvarlöggan
— Sigvaldi A Larusson (@sal0401) February 9, 2020
Það hefur tekið heimilið heilan dag að jafna sig á því að Svampur Sveinsson sé morðinginn. Og svo hét hann Pétur!#brot
— Birta Björnsdóttir (@birtabjoss) February 10, 2020
Er það bara ég eða eru þessir menn sláandi líkir?
Kannski bara eyrun ??♀️ #brot pic.twitter.com/eO2Qa4HRFb— Ellen Ýr (@ellenyr) February 9, 2020
Arnar: Takk
Kata: Það var ekkert.
Er fólk ALVEG að gleyma að hann hoppaði í sjóinn til að bjarga henni?? Hvar eru mannasiðirnir! SÖMULEIÐIS!! #brot— Karolina Larusdottir (@klarusdottir) February 9, 2020
Aðalpersónur Brot þáttanna voru badass og sjálfstæð kona og hinsegin maður. Það er kúl. #Brot
— Sædís Ósk Arnbjargardóttir (@saedisin) February 9, 2020
Við megum ekki gleyma að fagna öllu leiknu íslensku efni og þakka fyrir að það geti orðið að veruleika. Það er ekki sjálfgefið. Ótrúlega mikil vinna sem liggur þarna að baki. Munum að það er ekki svo langt síðan að efni á borð við Kallakaffi og Fornbókabúðin kom út #Brot
— Davíð Már (@DavidMarKrist) February 9, 2020
Brot geggjaðir þættir! Vel gert #brot #ruv
— Hlynur Geir Hjartarson (@HlynurGeir) February 9, 2020
Höskuldarviðvörun: Veit hvaða þáttur er ekki að vinna nein verðlaun í kvöld. #brot #Oscar2020
— @e18n (@e18n) February 9, 2020
Það meikar jafn mikinn sens að Siggi Sigurjóns sé vondur kall og að þetta sé hlébarði í leit að antilópu.#brot pic.twitter.com/Fa4N0LBZYh
— Heppinn Norðmaður (@bergur86) February 9, 2020
Þetta er Íslenskasti sjónvarpsþáttaeltingarleikur í öllum heiminum #brot
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) February 9, 2020
#Brot pic.twitter.com/uINkXYn1t4
— Ragga (@Ragga0) February 9, 2020
Elska þessa þætti. Eitt það flottasta sem gert hefur verið hérlendis #brot
— Maggi Peran (@maggiperan) February 9, 2020
Einhver að skjóta upp flugeldum á sunnudagskvöldi líklega til þessa að fagna lokaþættinum af #Brot
— Steinunn Vigdís (@Silladis) February 9, 2020
Siggi Sigurjóns synti burt, birtist í næstu seríu búinn að aflita sig og skipta um nafn. Enginn þekkir hann. #brot
— Friðrik Jónsson (@frikkiklippari) February 9, 2020
Það eina sem ég mun sakna við Brot eru allar þessar djúsí þýsku súrbrauðsmyndir undir tagginu #Brot pic.twitter.com/UqMPJTnuUW
— Sigrun Þula Jonsdottir (@Dimma16) February 9, 2020
Er þetta maðurinn sem gaf þér örið? Er þetta hann? Ragnar? Er þetta hann? Hey! Hjálpaðu mér að ná honum. Hjálpaðu mér að ná þessu helvíti.#Brot pic.twitter.com/UWTDld87ER
— Grétar Þór (@gretarsigurds) February 9, 2020