Erlendur ferðamaður var stöðvaður á Mýrdalssandi í gær á 134 km hraða. Ökumaðurinn gekk frá málinu á staðnum með greiðslu sektar uppá 90.000 krónur.
Sami ökumaður var stöðvaður 20 mínútum síðar þegar hann mældist á 117 km hraða á Suðurlandsvegi í Eldhrauni. Hann gekkst einnig við því broti og gekk frá málinu á staðnum, með greiðslu sektar uppá 60.000 kr.