Helgi Björns, Vilborg Halldórsdóttir og Reiðmenn vindanna munu mæta fjórðu helgina í röð á skjá landsmanna í Sjónvarpi Símans í sérstökum páskaþætti næsta laugardag.
Helgi gefur ekki upp hverjir verða gestir að þessu sinni en lofar því að þátturinn verði veglegri en nokkru sinni fyrr, segir á vef Fréttablaðsins
Gestir síðustu laugardagskvöld hafa verið þau Salka Sól Eyfeld, Friðrik Dór, KK og Ragga Gröndal og hafa viðbrögð við þáttunum verið mikil og góð.
„Ég hef fengið afskaplega góð viðbrögð við tónleikunum og ég er innilega þakklátur fyrir það. Maður fyllist auðmýkt og eftir að hafa fengið ítrekaðar óskir um að endurtaka leikinn þá gat ég ekki annað en samþykkt það,“ segir Helgi.
Hér fyrir neðan má sjá Sölku Sól og Reiðmenn Vindanna með fallegan flutning af laginu Vertu í sambandi.
Salka Sól var með fallegan flutning á hugljúfum slagara Sprengjuhallarinnar, Verum í sambandi, síðasta laugardag Heima með Helga Björns. Hvaða lag myndir þú vilja sjá Helga og félaga taka næsta laugardagskvöld?
Posted by Síminn on Miðvikudagur, 1. apríl 2020