Sigrún Kjartansdóttir er elsti starfandi Zumbakennarinn á landinu og kennir sex Zumbatíma í viku fyrir utan morgunleikfimi. Í nýjasta þættinum af ÞÍN EIGIN LEIÐ ræðir Sigrún um helstu gildin sín og lífslexíurnar sem hún hefur lært á sínum litríka ferli. Fyrir utan að vera Zumbakennari þá á hún glæstan feril í bankastarfi, eigin rekstri og er framkvæmdastjóri Mannauðs félags mannauðsstjóra á Íslandi.
Í dag er hún akkúrat þar sem hún vill vera og minnir sig á hverjum degi að vera þakklát fyrir það. Líkamleg heilsa er ekki sjálfgefin og það þarf að vinna fyrir henni.
Sigrún segir að það sé ekki síður mikilvægt að skilja frænkurnar EF og HEFÐI eftir og bjóða þeim ekki með í ferðalagið. Fortíðin er liðin.
Spurningar eins og: Hver er ég og Hvað vil ég eiga alltaf rétt á sér og Hvað ætlum við að gera í dag?
ÞÍN EIGIN LEIÐ er á Spotify og öllum helstu hlaðvarpsmiðlum.