Auglýsing

Sigur Rós gefur út smáskífuna og myndband við „Stendur æva“

Sigur Rós gefur út smáskífuna og myndband við „Stendur æva,“ sem er annað lagið sem kemur út af langþráðri plötu þeirra Hrafnagaldur Óðins. Platan er samstarfsverkefni hljómsveitarinnar og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur, Hilmars Arnar Hilmarssonar ásamt kvæðamanninum Steindóri Andersen. Platan kemur út þann 4. desember á vegum Krunk útgáfunnar í gegnum Warner Classics.

Raddir bæði Jónsa og Steindórs hljóma í laginu sem er klassísk tónsmíð með nútíma ívafi, dramatískt, fallegt og dáleiðandi. Lagið var tekið upp með kór og sinfóníuhljómsveit en flutninginn í heild má sjá í myndbandinu.

Útsetningar fyrir kór og sinfóníuhljómsveit voru að mestu í höndum Kjartans Sveinssonar og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur. Steinharpan eftir listamanninn Pál Guðmundsson gegnir einnig lykilhlutverki í verkinu

Tónverkið varð til út frá áhuga Hilmars á kafla úr Eddukvæðunum sem ber heitið Hrafnagaldur Óðins, en Hilmar hafði lengi heillast af þessu tiltekna kvæði. Það dregur nafn sitt af hröfnum Óðins sem flugu út um allan heim, komu til baka að kvöldi og færðu honum upplýsingar. Texti kvæðisins fjallar um mikla veislu sem haldin var af guðunum í Valhöll. Á meðan á veisluhöldunum stendur eru blikur á lofti úti fyrir sem geta táknað endalok guða og manna. Árið 1867 var álitið að kvæðið væri tilbúningur frá 17. öld en árið 2002 þá staðfestu fræðimenn það aftur sem opinbera viðbót við Eddukvæði frá 14. öld.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing