Auglýsing

Sigurvegarar í Skólahreysti 2020

Lindaskóli í Kópavogi sigraði Skólahreysti 2020 og vann þar með keppnina annað árið í röð. Úrslitakeppnin fór fram í Laugardalshöll í gær og var æsispennandi allt til enda og lauk Lindaskóli keppni með 43 stig. Heiðarskóli í Reykjanesbæ var í þriðja sæti í fyrra en hafnaði í öðru sæti í ár með 37 stig. Árbæjarskóli endaði svo í þriðja sæti með 33 stig. Íslandsmet Hjálmars Óla Jóhannessonar úr Egilsstaðaskóla frá 2016, 61 upphífing, var slegið af Ara Tómasi Hjálmarssyni sem gerði 67 upphífingar.

Selma Bjarkadóttir úr Lindaskóla gerði flestar ambeygjur, 54 talsins. Systir Selmu, Sara Bjarkadóttir keppti í hraðaþraut ásamt Lúkasi Magna Magnasyni og fóru þau brautina fyrir Lindaskóla á besta tíma ársins, 2:07 mínútum. Erlín Katla Hansdóttir í Flóaskóla, hékk lengst í hreystigreipinni eða í 8,52 mínútur. Goði Gnýr Guðjósson úr Grunnskólanum á Hellu bar sigur úr býtum í dýfum og tók samtals 59 dýfur.

Sigurlið Lindaskóla skipa Lúkas Magni Magnason og Sara Bjarkadóttir (hraðaþraut),  Alexander Broddi Sigvaldason (upphífingar og dýfur) og Selma Bjarkadóttir (armbeygjur og hreystigreip).

Aðrir skólar er kepptu í úrslitum í ár voru Lundarskóli, Flóaskóli, Varmahlíðarskóli og grunnskólar Hellu og Húnþings vestra. Þetta kemur fram á vef Skessuhorns

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing