„Af gefnu tilefni vill Síminn vara við símasvindli þar sem hringt er í fólk og því boðin yfirferð á þjónustu sinni hjá Símanum. Þau sem hringja óska í kjölfarið eftir aðgangi að PayPal reikningi til að geta þjónustað viðkomandi,“ segir í tilkynningu frá Símanum.
„Starfsfólk Símans þarf ekki undir neinum kringumstæðum aðgang að PayPal eða netbönkum viðskiptavina sinna. Ef þú færð símtal þar sem krafist er aðgangs að slíku er best að skella á og halda áfram með daginn, slík símtöl eru þá ekki frá starfsfólki Símans þó viðkomandi kynni sig sem slíkur.“
„Ef þú hefur fengið slíkt símtal og gefið aðgang að t.d. PayPal reikningi þínum mælum við með að breyta lykilorðinu á PayPal hið fyrsta,“ segir að lokum.