Auglýsing

Simon Cowell blæs af upptökur á Britain‘s Got Talent vegna andláts One Direction-stjörnu

Hinn heimsfrægi „hæfileikadómari“ og tónlistarmógúll Simon Cowell hefur ákveðið að stíga tímabundið til hliðar frá sviðsljósinu í kjölfar hörmulegs fráfalls One Direction-stjörnunnar Liam Payne en hann lést í Buenos Aires í Argentínu á miðvikudaginn.

Þeir sem áttu miða á upptöku þáttarins „Britain‘s Got Talent“ í bresku borginni Blackpool fengu þau skilaboð í dag að ekkert yrði af áheyrnarprufunum í bili.

Liam Payne féll af þriðju hæð hótels í borginni og hlaut alvarlega höfuðáverka en heilbrigðisyfirvöld í Argentínu segja að bráðaliðar hafi ekki getað bjargað lífi stjörnunnar á vettvangi.

Þetta ætti ekki að koma neinum á óvart þar sem Simon hefur lengi átt í náinni samvinnu við Liam og hljómsveitina, One Direction, en eins og fjölmargir vita var það Simon sjálfur sem setti saman þessa vinsælu strákasveit með aðkomu sinni að bresku útgáfu þáttanna „The X Factor“ sem er ein af mörgum söngvakeppnum sem tónlistarfrömuðurinn bjó til.

„The X Factor“ gaf einnig út formlega yfirlýsingu á samfélagsmiðlum — „Við erum sorgmædd yfir fráfalli Liam Payne. Hann var gríðarlega hæfileikaríkur og sem hluti af One Direction mun Liam skilja eftir sig arfleifð í tónlistarheiminum og hjá aðdáendum um allan heim. Hugsanir og okkar og samúð eru hjá vinum hans, fjölskyldu og öllum sem elskuðu hann.“

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing