Auglýsing

Sjö milljóna króna styrkir frá Krónunni

„Sam­fé­lags­styrk­ir Krón­unn­ar eru veitt­ir ár hvert til þeirra sem hafa já­kvæð áhrif á upp­bygg­ingu í nærsam­fé­lög­um Krón­unn­ar og/​eða hvetja til holl­ustu og hreyf­ingu barna. Í ár bár­ust 220 um­sókn­ir og var heild­ar­upp­hæð styrkj­anna í ár sjö millj­ón­ir króna,“ seg­ir í frétta­til­kynn­ingu frá Krón­unni. Þetta kom fram á vef Mbl.

„Við erum alltaf jafn ánægð að sjá hversu marg­ir eru að vinna að metnaðarfull­um verk­efn­um í því skyni að bæta líf og heilsu barna, sem og þau sem eru að vinna að ann­arri jávæðri upp­bygg­ingu í sam­fé­lag­inu. Mörg þeirra verk­efna sem við styrkj­um í ár eru unn­in í sjálf­boðavinnu og það er ekki síst þess vegna sem við hjá Krón­unni vilj­um leggja okk­ar [lóð] á vog­ar­skál­arn­ar við að halda þess­um góðu verk­efn­um gang­andi“, er haft eft­ir Hjör­dísi Elsu Ásgeirs­dótt­ur, markaðsstjóra Krón­unn­ar, í frétta­til­kynn­ingu.

Opið verður fyr­ir styrkt­ar­um­sókn­ir fyr­ir næsta styrkt­ar­ár á heimasíðu Krón­unn­ar frá apríl til ág­úst 2020.

Verk­efn­in sem fengu styrk í ár voru:

  • FRAM í Reykja­vík fyr­ir knatt­spyrnu­deild barna
  • Stjarn­an í Garðabæ fyr­ir hand­knatt­leiks­deild barna
  • HK í Kópa­vogi fyr­ir Krónu­mót yngri flokka karla og kvenna í knatt­spyrnu
  • Sund­fé­lag Hafn­ar­fjarðar fyr­ir Krónu­mótið — sund­mót barna
  • Hauk­ar í Hafnar­f­irði fyr­ir Special Olympics-æf­ing­ar körfuknatt­leiks­deild­ar Hauka
  • Kara­te­deild Aft­ur­eld­ing­ar í Mos­fells­bæ fyr­ir barn­a­starfið
  • Blak­deild Aft­ur­eld­ing­ar í Mos­fells­bæ fyr­ir út­hlut­un gef­ins end­ur­skins­merkja til grunn­skóla nem­enda í bæn­um
  • Vík­ing­ur í Reykja­vík fyr­ir barna- og ung­lingastarf
  • ÍBV í Vest­manna­eyj­um fyr­ir barn­a­starfið
  • Cross­fit Eyj­ar fyr­ir Skólacross­fit
  • Fim­leika­deild Heklu á Hellu fyr­ir nýj­um áhöld­um
  • Fim­leika­deild Ham­ars Hvera­gerði fyr­ir fræðslu­degi þjálf­ara og for­eldra iðkenda deild­ar­inn­ar um svefn og nær­ingu barna og ung­linga
  • Hjálp­ar­starf Kirkj­unn­ar fyr­ir styrkt­ar­sjóð vegna tóm­stundaiðkun­ar barna og ung­linga
  • Ung­menna­fé­lagið Þjót­andi á Sel­fossi fyr­ir fris­bí­golf­velli.
  • Skáta­fé­lag Akra­ness fyr­ir æv­in­týrag­arð sem verður notaður í upp­byggj­andi skemmt­un og fróðleik, í úti­vist og ýmsa hreyf­ingu
  • Heilsu­leik­skól­inn Skóg­ar­ás í Kefla­vík fyr­ir klif­ur­vegg fyr­ir krakk­ana
  • Suður­nesja­deild Garðyrkju­fé­lags Íslands í Kefla­vík fyr­ir Ald­ing­arð æsk­unn­ar til plöntu­kaupa
  • Kjötsúpu­hátíðin á Hvols­velli fyr­ir aðfanga­kostnaði á hátíðinni
  • Námsaðstoð Rauða kross­ins upp í aðstoð barna við lest­ur og nám á skóla­bóka­söfn­um
  • Skíðaskóli Jennýj­ar á Reyðarf­irði fyr­ir Stubba­skól­an­um, skíðaskóla fyr­ir börn.
  • Björg­un­ar­sveit­in Kynd­ill á Klaustri fyr­ir breyt­ingu á bíl
  • Björg­un­ar­sveit­in Dagrenn­ing á Hvols­velli fyr­ir ung­linga­starfið
  • Støð í Stöð (Stöðvarf­irði) fyr­ir aðfanga­kostnaði á bæj­ar­hátíðinni
  • Regn­bog­inn lista- og menn­ing­ar­hátíð í Vík fyr­ir mat í menn­ing­ar­veislu hátíðar­inn­ar
  • Veg­an heilsa í Reykja­vík fyr­ir ráðstefnu­kostnaði
  • Land­vernd fyr­ir fræðslu­mynd­bandi
  • Hjól­reiðafé­lagið Tind­ur fyr­ir krútt­leg­asta hjóla­mót lands­ins
Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing