Dagskráin í Mengi á fimmtudags- og föstudagkvöld:
Tveir viðburðir verða á dagskrá þessa vikuna. Hljómsveitin Hist og stígur á stokk fimmtudaginn 3. mars, sannkallaðir vorboðar.
Á föstudagskvöld kemur fram stórskemmtilegur saxófónkvartett sem kallar sig JÓR og leikur fjögur verk eftir ólík skandinavísk tónskáld.
„Við hlökkum til þess að taka á móti ykkur í Mengi!,“ segir í tilkynningu.
Tríóið hist og var stofnað í lok árs 2017 til þess að rugla saman reitum raf- og djasstónlistar. Tríóið skipa Eiríkur Orri Ólafsson, sem leikur á trompet, trommuheila og hljómborð, Róberta Andersen á gítar, bassa og hljómborð og Magnús Trygvason Eliassen á trommur og slagverk.
Meðlimir tríósins beina stækkunarglerinu að sameiginlegum snertifleti sínum, með innhverfri, úthverfri og slagþungri blöndu af djass, raf-, og spunatónlist sem kemur víða við.
Hist og á að baki tvær plötur, Days of Tundra (2019) og hits of (2020). Báðar hlutu þær mikið lof og hefur hljómsveitin landað þremur tilnefningum til Íslensku Tónlistarverðlaunanna í djassflokki bæði árin, sem og sæti á Kraumslistanum 2019 og Spuni Ársins sama ár hjá Morgunblaðinu.
Meðlimir hist og hafa starfað um árabil með hinum ýmsustu hljómsveitum, svo sem múm, amiinu og Sin Fang, Sigur Rós, Kiru Kiru, Benna Hemm Hemm og Seabear, ásamt ótal samstarfsverkefna á sviði djasstónlistar með ADHD, Hilmari Jenssyni, Skúla Sverrissyni og Mógil.
Húsið opnar kl. 20:30 | Hefst kl. 21:00
Miðaverð er 2.500 kr.
FÖSTUDAGINN 4. MARS KL. 21
JÓR 4X4 Nordic
Saxafónkvartettinn JÓR er skandinavískur kvartett sem leikur og kynnir nýja norræna samtímatónlist. JÓR mun leika 4 tónverk frá 4 norðurlöndum.
Flytjendur eru:
Anja Nedremo – sópran saxófónn
Kathrine Oseid – altó saxófónn
Morten Norheim – tenór saxófónn
Anna Magnusson – baritón saxófónn
Dagskrá:
Martin Rane Bauck (1988, NO) – Venetian Blind Dates
Þorkell Sigurbjörnsson (1938-2013, IS), arr. Morten Norheim – Heyr himna smiður
Andrea Tarrodi (1981, SE) – Over and over again
Rued Langgaard (1893-1952, DK) – Strygekvartet nr. 3
Húsið opnar 20:30 | Miðaverð 2.500 kr