Hér eru þau tíst sem slegið hafa í gegn á Twitter síðustu daga.
Vinir mínir eru að rífast um hvort Limp Bizkit eða Linkin Park sé betri hljómsveit en ég hef enga skoðun á því svo ég tók að mér að halda því fram að System of a Down sé betri en þessi bæði og nú er ég komin út í horn með þessa skoðun en ég skal deyja fyrir málstaðinn, til gamans
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) August 2, 2020
Fékk „u up?“ skilaboð kl. 03:46 í nótt.
Hunnyyyy ég er að verða þrítug og hef ekki djammað eftir klukkan 1 í marga mánuði.
We live in covid times nowww— Berglind Vignis (@berglindvignis) August 1, 2020
It has come to my attention að ég var með öfugt Gucci belti heila útsendingu í beinni fyrir framan alþjóð. Það voru 7 mín í show og ég henti því á mig í flýti. Vil sérstaklega biðja Gen Z innilegrar afsökunar, þetta er siðlaust og til háborinnar skammar ?#tonaflod #tónaflóð pic.twitter.com/cp95iX0cdv
— Elísabet Ormslev (@elisabet_music) July 31, 2020
Þessi gaur í kvöldfréttum RÚV er búinn að sigra grímuleikinn á fyrsta degi pic.twitter.com/LH9fwZu92q
— Sylvía Hall (@sylviaahall) July 31, 2020
Það besta við að vera yngsta barn foreldra þinna er að mamma þín segir „ég er stolt af þér“ fyrir að hafa getað sett saman borð úr söstrene grene en þú ert samt 32ja ára
— Vala Jónsdóttir (@valawaldorf) July 31, 2020
Í Herjólfi er grímuskylda.
Hér er einn maður ekki með grímu.
Hann er að tala mjög mjög hátt í símann um mikilvægi þess að setja skýrar reglur í þessu nýja ástandi og mikilvægi þess að fylgja þeim strangt eftir.???
— Sólveig Rán (@SolveigRan) July 31, 2020
Ég skil aldrei fólk sem fer á deit án þess að prófa fyrst að sofa saman
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) July 31, 2020
styttist í seinni bylgju af ég hlýði víði profile myndum
— Tómas (@tommisteindors) July 31, 2020
Nýyrði dagsins er „rútuslys“.
Að drekka óvart heila rútu af bjór þegar það er vinna morguninn eftir.— Hjalti (@Hjaltilitli) July 31, 2020
Síðan ég sá einhvern skrifa hérna að Finnar kölluðu mozzarella múmínkjöt, hef ég um lítið annað hugsað.
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) July 31, 2020
uffffff smá skellur að stofna twitter reikning 2014, safna kjark í 6 ár til þess að henda ut fyrsta tweetinu og láta síðan kónginn gjörsamlega jarða sig pic.twitter.com/llAUl0or5J
— Tómas (@tommisteindors) July 30, 2020
Las viðtal við keppanda í Miss Universe Iceland þar sem helsta neim-droppið var einhver vinur Kim Jong-nam, sonur Kim Jong-il, sem var ráðinn af dögum með taugaeitri. pic.twitter.com/SFLY9vLhGy
— Birta (@birtasvavars) July 30, 2020
Held að það sé þekking og reynsla á Íslandi til að takast á við þessa seinni bylgju en ég nenni eiginlega ekki seinni bylgjunni af sófasérfræðingunum sem vita nákvæmlega hvernig á að gera þetta.
— Atli Fannar (@atlifannar) July 30, 2020
Ætlaði að ná í nokkra kassa inn í geymslu eftir upplýsingarfund dagsins… en þá fór að renna á mig tvær grímur… pic.twitter.com/DaVeM5u6Oi
— Ragnar Eyþórsson (@raggiey) July 30, 2020
Vil minna sís fólk í gagnkynja samböndum á að stunda ekki samfarir fyrstu tvær vikurnar í Nóvember. Foreldrar mínir gerðu það árið 1991 og nú lendir afmælishelgin mín oft á Verslunarmannahelginni. Þegar enginn er í bænum.
Fyrirfram þakkir.— Indíana Rós (@indianaros6) July 30, 2020
Hugur minn er hjá jeppatippinu á breyttum Ford Excursion sem hékk í rassgatinu á mér upp alla Kambana og var svo mikið í mun að gefa mér evil eye þegar hann tróð sér fram úr mér að hann missti stjórn á trukknum og nuddaðist upp við vegriðið ?
— Atli Viðar (@atli_vidar) July 30, 2020
Hvenær datt þessi „Hver er mesta fórnarlamb Covid?“ leikur í gang?
Er Betson með einhverjar stuðla á þetta dæmi?
— Atli Már Steinarsson (@RexBannon) July 30, 2020
Oftast þegar mér er hrósað fyrir vel unnin störf á sviði tónlistar er það fyrir trommuleik minn með Hjálmum. Sem væri fínt ef ég væri trommarinn í Hjálmum.
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) July 28, 2020
A: Þetta heitir Aeroccino 4 og er vél til að flóa mjólk!
B: Haaa? En sniðugt!
A: Já, þú setur bara mjólk í hana og hún flóar sig sjálf.
*Ég: Ekki koma með sjálfsflóunarbrandara, ekki koma með sjálfsflóunarbrandara… *
— Hlynur Hallgrímsson (@hlynur) July 28, 2020
Daninn hefur sjaldan komið jafngreinilega fram í kærastanum mínum eins og þegar hann stakk upp á að budgetið fyrir kvöldmat í brúðkaupinu okkar yrði 1.000kr. á mann.
Hefur einhver reynslu af því að elda 15 kassa af eldum rétt fyrir brúðkaup?
— Tinna Eik (@tinna_eik) July 28, 2020
Hvernig tvítugir sjomlar halda að það þeir lúkki á djamminu Vs. Hvernig þeir lúkka í raun og veru. pic.twitter.com/otdpbvXSGA
— Þorvaldur S. Helgason (@dullurass) July 26, 2020