Nútíminn tekur vikulega saman það besta á Twitter þá vikuna!
Ég er í svona trylltu doktorspartýi sem er alveg eins og mitt eigið ÁTTI að vera.
Troðfullt dansgólf, hljóðneminn virkar, bassinn þungur í hjartanu. Stuð.
Vinir, ég leigði sal hjá Félagi heyrnarlausra ?
Af hverju hefði hljóðkerfið átt að virka?— Dr. Sunna (@sunnasim) January 25, 2020
Á korti bandaríska hersins frá 1943 er Hamraborgin nefnd Skeleton Hill. pic.twitter.com/E3S3xYdkQO
— pallih (@pallih) January 25, 2020
Eldaði fáránlega góðan nautapottrétt með rótargrænmeti, lauk, sveppum, rjóma ofl. Dýrindismatur.
Drengirnir báðir: Nei takk, ég hef smakkað svona í leikskólanum/skólanum.
Nei krakkaskrípi, þú hefur smakkað grátt kjöt í brúnni sósu í skólanum. Það er ekki það sama ? pic.twitter.com/c9Pb0J5U2A
— Sólveig (@solveighauks) January 25, 2020
Mömmu mína er farið að langa svo í barnabörn að hún bjó til Tinder-notanda undir mínu nafni og er nú villt og galið að spjalla við stelpur sem hún telur „vænlegar til undaneldis“.
— Atli Jasonarson (@atlijas) January 25, 2020
Má bara auglýsa parket sem maður getur migið á? pic.twitter.com/9vXMCfgMhA
— Líf Magneudóttir (@lifmagn) January 25, 2020
Í gærkvöldi fór ég á þungarokkstónleika í hústökuhúsi, þar sem sextug kona tók stage dive og einhver startaði moshpit.
Ég var í buxnadragt.
— Hildur Hjörvar (@hhjorvar) January 25, 2020
Ætli fólkið sem eru gestir í útvarpsþætti hjá @gislimarteinn og @bjorgmagg upplifi sig eins og það hafi verið of ómyndarlegt til að fá að vera gestir í sjónvarpsþætti Gísla kvöldinu áður ?
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) January 25, 2020
Átti í samtali við mann sem talaði norsku og já já ég talaði einhverja blandínavísku við hann til baka, sagði honum að móðursystir mín byggi í Noregi og solleis; síðan hringir síminn hans og hann talar ÍSLENSKU, þannig hann var bara eh að FOKKA í mér. Feeling; catfished, ándjóks
— Steinunn Ólína (@SteinunnOlina) January 24, 2020
„Jeg vil ha’ en latte!“ á svínið að hafa öskrað á viðbragðsaðila þegar þeir mættu loks á staðinn. Þrátt fyrir vonskuveður var svínið ekki jafn hrakið og óttast var, enda með góðan trefil. pic.twitter.com/5zDS0v4hTr
— Grétar Þór (@gretarsigurds) January 24, 2020
Þá er Þorri hafinn. Eða tökum kind og brytjum hana niður, svíðum hana, setjum í sýrubað, étum úr henni innyflin, kynfærin og storknað blóðið, nögum af henni andlitið og sjúgum svo úr henni augun mánuður — eins og ég kýs að kalla hann.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 24, 2020
Árlega á þessum degi sit ég og þjáist með samanbitnar varir á meðan ég minni ekki konuna mína á að það sé bóndadagur. Geri svo eitthvað mjög passíf-agressíft fyrir hana á konudaginn.
— Eiríkur Örn Norðdahl (@eirikurorn1) January 24, 2020
Ég (32 ára) og mamma (58 ára) fórum í sund upp úr 8 í Vesturbæjarlaug. Maðurinn á brautinni við hliðina á okkur spurði hvort við værum að mæta í skólasund. Stuttu seinna kom 12-13 ára bekkur í sund. Ég er glöð, en samt svo ósköp ringluð.
— Brynja Oskarsdottir (@BrynjaHuld) January 24, 2020
Jæja, ég tók fjarstýringuna af sjónvarpinu með mér á klósettið til að hanga í „símanum“ meðan ég væri á klósettinu. Sat svo á dollunni með fjarstýringu í höndunum og hugsaði að nú þyrfti ég bara að fara að láta lóga mér.
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) January 24, 2020
Heyrði mann í búningsklefanum í WC segja við vin sinn „Ef maður gerir þetta rétt svínvirkar þetta“ og ég get ekki hætt að hugsa um hvað hann var að tala um þetta gildir um allt
— Daníel Ólafsson (@danielolafsson) January 24, 2020
Þegar ég bjó í UK heyrði ég nokkrum sinnum: „your English is better than mine!”
Þar sem þetta voru oftast samræður á börum frá gaurum sem vildu bjóða mér í glas trúði ég þessu aldrei.
Eftir að horfa á Love Ísland í viku er ég hins vegar sannfærð um að þetta sé rétt.
— Tinna Eik (@tinna_eik) January 24, 2020
Ætlaði að vera rosa fyndin mamma og kynna börnunum mínum fyrir Halla og Ladda. Jón Spæjó þótti fyndin en svipurinn þegar ég spilaði Grínverjann og Hún er alltof feit, fuuuuck. Fékk fyrirlestur um rasisma og body shaming frá 9 og 13 ára.
Ég elska nútímabörn!— Margrét Gauja (@MargretGauja) January 24, 2020
Stelpa í strætó talar í símann í gegnum heyrnartól, í sæti sem snýr að flestum farþegum og horfir beint áfram. Við stoppum á ljósum, vélin drepur á sér og það kemur löng þögn.
Hún: „Hvað er að ykkur.“
Og allir, ALLIR, líta upp frá símanum eins og þeir hafi gert eitthvað af sér.— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) January 24, 2020
Eitt af áramótaheitunum mínum er að gera færri hluti sem gera mig vansælan eða fylla mig af gremju. Þess vegna ætla ég alfarið að hætta að reyna að stilla Tivoli útvarpið í eldhúsinu.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) January 23, 2020
Ég gerði margt bannað í dag td:
a) pissaði á bakvið hurð
b) henti grjóti ofan í skurð
c) fór í bæinn og keypti popp og tyggjó
d) óð út í sjó
e) skoðaði lítinn kall
f) sagði ráddi í stað réði
h) fór að hlæja þegar einhver datt
i) skaut pabba minn með colt .45 byssunni hennar ömmu— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) January 23, 2020
Það er eitthvað ónáttúrulegt við þetta:
– Gul viðvörun
– Samt ekkert slæmt veður
– Foreldrar skyldaðir til að sækja börn í skólann
– Brjáluð umferð um allan bæ því foreldrar eru að keyra heim í hverfi til að sækja barnið sitt, keyra því þessa 200 metra heim og svo aftur í vinnuna— Haukur Bragason (@HaukurBragason) January 23, 2020
“Biskup á bullandi lausu” hefði verið miklu meira catchy fyrirsögn IMO pic.twitter.com/V0EWKLIimA
— Kristín Soffía (@KristinSoffia) January 23, 2020
Var að fá póst um að rándýr áskrift á hugleiðsluappinu Calm hefur hérmeð verið endurnýjuð þriðja árið í röð. Kannski ég haldi upp á það með því að actually opna blessað appið…
— Ævar Þór Ben (@aevarthor) January 23, 2020
„Já, hér ætla ég að búa“
Ingólfur Arnarson – heimskasti maður allra tíma, 870— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) January 23, 2020
Það er svo geggjuð pæling að búa í landi þar sem það er svo mikið rok úti að það er erfitt að anda. Smá svona “mun ég lifa þetta af og komast í skólann?” stemning
— Kolbrún Birna (@kolla_swag666) January 23, 2020
Alla leiðina í skólann talaði sonur minn hvað veðrið væri slæmt, að það væri örugglega engin skóli í dag, að við ættum því að snúa strax við, setja góða mynd á, fara undir sæng og poppa. Ef ferðin hefði verið 30 sek lengri hefði þetta borið árangur. En hann fær ekki að vita það
— Margrét (@MargretVaff) January 23, 2020
2 ára sonur minn horfði á mig gleypa lýsispillur í morgun rétt áður en við lögðun í hann á leikskólann. Spáðum ekki meira í það. Síðan mættum við á leikskólann og hann gengur inn á deildina sína og tilkynnir hátt og snjallt:
“PABBI MINN BORÐAR PILLUR”— Gunnar P. Hauksson (@gunnarph) January 23, 2020
?Ég á heima á Íslandi, Íslandi, Íslandi. Ég á heima á Íslandi, Íslandinu góða! ? pic.twitter.com/QUPKxwt2vA
— Ari Eldjárn (@arieldjarn) January 23, 2020