Nútíminn tekur vikulega saman þau tíst sem slegið hafa í gegn á Twitter þá vikuna.
ég í dag: ég er fullorðin sjálfstæð kona, ég get vel farið ein með barnið í sumarbústað.
ég á miðnætti: ég er ein úti í skógi, það er komið myrkur, ég þori ekki fram á klósettið, ætli ég geti pissað í bleyju af syni mínum, af hverju brakar sona í gólfinu, var þetta skuggi á glugg— Sóley Bergsteinsd. (@SoleyBergsteins) May 17, 2020
Verðum svona korter að koma okkur upp úr þessari kreppu pic.twitter.com/hAfSrIEfdS
— Atli Fannar (@atlifannar) May 16, 2020
Dóttir: Hvað er Selma Björns gömul?
Ég: Hún er svona ca 10 árum eldri en ég.
Dóttir: Ég vil ekki vera leiðinleg, en ég myndi frekar halda að hún væri 10 árum yngri en þú.Kæra dóttir, þú ert bara frekar leiðinleg.#12stig
— Hildur Karen (@HildurKarenSv) May 16, 2020
sendi ykkur hljóða bæn yfir hafið pic.twitter.com/Q0MponsXyF
— Jon Gnarr (@Jon_Gnarr) May 16, 2020
Gef aleiguna fyrir upptöku frá fundinum þar sem ákveðið var að hætta alfarið við Eurovision en hlaða í staðinn í einhverja þrotaða beina útsendingu sem hefði alveg eins getað verið Eurovision #12stig
— Konráð S. Guðjónsson (@konradgudjons) May 16, 2020
mesta success story 21. aldarinnar er þegar gaurarnir í haltri hóru losuðu sig við atla fannar úr söngvaranum, fengu ingó í staðin og byrjuðu að kalla sig veðurguðina, rest is history pic.twitter.com/WM03vd6q86
— Tómas (@tommisteindors) May 16, 2020
Getum við sammælst um það að þú teljist ekki forsetaframbjóðandi fyrr en þú hefur skilað inn meðmælum og veist að þú verður á kjörseðlinum? Ekki nóg að útblásna egóið þitt lýsi því yfir að þú sért forsetaframbjóðandi.
— Stefán Rafn (@StefanRafn) May 16, 2020
Ég finn svo sterkt að ég er með alveg nokkrar skoðanir sem eru alveg valid í dag, en verða algjört „loggaðu þig út gamli“ eftir svona 10 ár.
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) May 16, 2020
Hef aldrei átt vin með pall heima hjá sér sem hefur ekki rætt hvað það sé mikil steik á honum í góðu veðri!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) May 16, 2020
Nei fröken, ég veit ekki hvenær næsta sending af jarðaberjum kemur eða hvar nýju hraunbitarnir með lakkrísnum eru. Valdi greinilega ranga peysu til að fara að versla í Nettó. pic.twitter.com/P7CYhdy9FZ
— Bragi Þorgrímur (@bragitho1) May 16, 2020
alltaf þegar einhver talar um „þríeykið“ þá hugsa ég bara um þá pic.twitter.com/1rHXoCyb2S
— Olé! (@olitje) May 16, 2020
Ufff pælið í að ganga með barn í 9 mánuði aðeins til að nefna það Framkvæmdastjóri Krónunnar. Hvar var mannanafnanefnd ? https://t.co/n1O7ZSAxXZ
— Solveig Óskarsdóttir (@solveigoskarsd) May 16, 2020
Stærsta vandamál Íslendinga við að plana sumarið innanlands er veðurhræðslan okkar. Enginn þorir að bóka gistingu úti á landi fram í tímann af ótta við júlísnjó og að missa af bongó í Húsafelli á sama tíma. 300 þús fellihýsi að spontant elta sólina verður lol sumarsins.
— Fanney Birna (@fanneybj) May 16, 2020
alltaf svo hress pic.twitter.com/ZxeCoEFzMl
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) May 15, 2020
er kominn með tinky winky holninguna í covid (stór rass, stór læri, ekkert chest, mjóar hendur) pic.twitter.com/bc0TlfB1t0
— Tómas (@tommisteindors) May 15, 2020
Þegar dóttir þín getur ekki borið skólatöskuna heim af því það var fjöruferð í skólanum og hún tók *alla* steinana (þessi stærsti er slétt sex kíló) #pabbatwitter pic.twitter.com/B499PUlGHw
— siggi mús (@siggimus) May 15, 2020
Ég setti út á málfarsvillu hjá syni mínum.
Fékk svarið:,,Þú ert bæði íslenskufræðingur og mamma mín þannig að þetta skrifast á þig.“
Nú sit ég bara hér og ber after-sun á þennan bruna. #mömmutwitter
— Linda Björk (@markusardottir) May 15, 2020
Það var stelpa sem hélt hliðinu opnu fyrir mér í vínbúðinni áðan en svo missti hún takið þannig það sveiflaðist beint í klofið á mér með tilheyrandi sársauka.
Heilinn minn var samt ennþá í þeim gír að þakka fyrir að halda opnu þannig ég þakkaði bara pent fyrir mig.— Bríet Jones’s Diary (@thvengur) May 15, 2020
Það sést ekki jafn vel inn á skrifstofuna mína og ég hélt. Áttaði ég mig á þegar einn fulli dimmitantinn í bænum gyrti galvösk niðrum sig, settist á hækjur sér beint við gluggann minn og sagði „ég held ég sé að míga utan í einhverja skrifstofu“.
— Eiríkur Örn Norðdahl (@eirikurorn1) May 15, 2020
Aðdáendur orðsins bílaleigubíll athugið.
Ég kynni:
Límbyssulím#íslenskutwitter
— Sunnfríður (@SunnaSveins) May 15, 2020
Gaurinn sem skrifaði Borgarlínu greinina hjá Morgunblaðinu pic.twitter.com/Cs8zWFdMRY
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) May 15, 2020
Mér leið eins og ég væri stödd í einhverjum grínskets um stofnanísku þegar ég komst að því á fundi að orðið „kaffipása“ er ekki lengur notað. Nei, nú bara: yfirgefur fólk stundum starfsstöðina sína til að að taka sér neysluhlé…
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) May 15, 2020
„Já, hæ, ég þarf að fá 27″ skjá fyrir MacBook Pro vélina mína“
Samþykkt! En hvernig ætlar þú að nota hann?
„Ég sé fyrir mér að líma ca. 12-15 gula miða á hann til að halda utan um opin mál“
Fyrirtak. pic.twitter.com/jFsf0nQqBw
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) May 15, 2020
Eftir að hafa hlustað á flutning hjá @GummiBen á laginu’’ Þú fullkomnar mig, með sálinni hans Jóns Míns, langaði mig mjög að sjá hvernig lagið hefði komið út ef Stebbi Hilmars hefði sungið það en væri með röddina og óumdeilda sönghæfileika Gumma
það væri þá einhvernveginn svona pic.twitter.com/GnUiTkwNYV
— Albert Ingason. (@Snjalli) May 15, 2020