vona að mér muni einhvern tíma á ævinni takast að vera með jafn mikla gellustæla og barnið sem kom inn í sturtuklefann í sundi, hoppaði ofan í ungbarnabalann eins og heitan pott, rétti upp höndina eins og það héldi á glasi, kallaði I’m a queen with a cocktail og fór að hlæja
— Elín Inga (@eliningab) March 21, 2021
Ég á það sameiginlegt með gosinu að ég lít betur út í myrkri.
— Stefán Máni (@Stefan_Mani_) March 20, 2021
Áhrifavaldar á leið í eldgos pic.twitter.com/voPH9a4cnf
— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) March 20, 2021
Ég hlakka svo til að þegar smitrakningarteymið mun rekja upphaf fjórðu bylgjunnar til örtröðarinnar í Geldingadal
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 20, 2021
Sá að Patrekur Jamie er útí Egilshöll með Binna og Bassa. Hugsaði „omg það er bara rétt hjá mér“ mundi svo að ég er 36 ára, 3 barnamóðir í jogginggalla og inniskóm að pússla á laugardagskvöldi og á ekkert erindi
— Eva Ólafsdóttir (@soraveevaros) March 20, 2021
kári stefáns er að fara að pakka þessu gosi saman í opnu bréfi á vísi eftir helgi
— Atli Fannar (@atlifannar) March 20, 2021
Leiðinlegt að verða vitni að hálfgerðu einelti og niðrulægingu hér í Twitterheimum. Fólk er að shamea þetta gos fyrir að vera svona lítið.
Gosið er að gera sitt besta, það getur ekkert gert að því þó það sé aumingi.
Það er 2021 hættum að Shamea…
gos hafa líka tilfinningar…— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) March 20, 2021
Mér skildist af fréttum í gær að fólk fengi ekki að fara nær eldgosinu en nokkrir kílómetrar. Það er eina sem ég hef ekki séð á myndum í dag er fólk í fótabaði í sjálfum gígnum.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) March 20, 2021
Er ómannglögg en reyni reglulega að taka mig á. Sá rétt í þessu sá ég mann sem ég kannaðist við. Ákvað að byrja bara að spjalla. Í miðju samtali rifjaðist upp fyrir mér að þetta er bara maður sem vinkona svaf einu sinni hjá fyrir mörgum árum og hún sendi mér link á fb-ið hans ?
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) March 20, 2021
fínt að fá tímaramma á þetta pic.twitter.com/vJjXXhIhgJ
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) March 20, 2021
Íslendingar eru með svo mikið hamfarablæti að þjóðin er núna í hópfýlu yfir að eldgosið við hliðina á höfuðborginni sé ekki hættulega stórt.
— Nína Richter (@Kisumamma) March 20, 2021
er hægt að leggja nálgunarbann á heila þjóð pic.twitter.com/xDdiOyvA0C
— slemmi (@selmalaraa) March 20, 2021
Tékka á gosinu starter pack pic.twitter.com/N9DXiGveXc
— Ꙭ (@siggioddss) March 20, 2021
Ég hef enga skoðun á fegurð eldgossins fyrr en ég sé málverk eftir Jóa Fel af því
— gunnare (@gunnare) March 20, 2021
Er eitthvað heimilislegra en aukafréttatími þar sem Sigurður Ingi er að bisa við að fá sér í nefið í beinni? #gosið pic.twitter.com/Tre3dDJ9nM
— Þórunn Ólafsdóttir (@Thorunnolafsd) March 20, 2021
Áslaug Arna fer í þyrluferð.
Allir : pic.twitter.com/kHBWjZBNQg
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) March 20, 2021
Við getum aðeins vonað að þeim hafi tekist ætlunarverk sitt. ? pic.twitter.com/wLxTvK3EQG
— S. Mikael Jónsson (@S_Mikael_J) March 20, 2021
Löggan er að biðja fólk um að hætta að ganga að eldgosinu. Þetta er það íslenskasta sem ég hef nokkurn tímann heyrt.
— Sólborg Guðbrands (@solborgg) March 20, 2021
Hvergerðingar á Facebook láta ekki bjóða sér hvað sem er ? pic.twitter.com/GM6aB5fTdG
— Atli Viðar (@atli_vidar) March 19, 2021
,,Ahh gleymdi micnum. Réttu mér bara svefnpokann þarna!“ pic.twitter.com/uL3JSqRdwg
— Hafliði Breiðfjörð (@haflidib) March 19, 2021
Hérna, erum við búin að ákveða hvort við segjum útlendingunum að gosið sé í Beautifulvalley eða Castrationvalley?
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) March 19, 2021
Honum langar EKKI að vera þarna. pic.twitter.com/ZHrwdAAQU1
— Jón Bjarni (@jonbjarni14) March 19, 2021
SO á Ríkissjónvarpið fyrir að bíða með að henda í gos-aukafréttatíma þar virkilega sturlaður þáttur af Séra Brown myndi klárast pic.twitter.com/w6RczXzK1z
— Gunnar Sigurðarson (@gunnarsigur) March 19, 2021
úff sést svakalegur bjarmi hérna úr svefnherberginu mínu pic.twitter.com/n9OaW4GJ3i
— Atli Sig (@atlisigur) March 19, 2021