Ég man eftir að hafa farið á MH ball með 90’s þema árið 2006. Það er eins og menntskælingar í dag myndu halda „2013 ball“.
— Hjalti B. (@HjaltiBValthors) April 11, 2021
Ferðaskömm er nýja kulnun í starfi pic.twitter.com/Ka3h5xVq6A
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 10, 2021
20 mánaða gömul dóttir mín getur ekki sofnað AFÞVÍ AÐ HÚN GETUR EKKI HÆTT AÐ TALA. Hún er búin að tala viðstöðulaust í 15 klukkutíma. Hvernig er þetta hægt????
— Guðrún Andrea (@grullubangsi) April 10, 2021
Ég skil allt í heiminum. Nema eitt: Að það þurfi rörtöng til að opna sleikjóa fyrir börn.
— Halldór Benjamín (@HalldorBenjamin) April 10, 2021
Vinur vina minna sefur bara hjá aðstoðarmönnum ráðherra.
Ekkert annað fólk kemur honum til.
Og mér finnst það bæði spes og yndislega einfalt blæti— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) April 10, 2021
Gömul handryksuga var farin að verða ansi skrýtin og úr sér gengin svo ákveðið var að fara með hana á Sorpu.
Ég henti henni í skottið og gleymdi henni óvart.
Nú fer hún alltaf í gang öðru hvoru þegar við erum að keyra.
Okkur finnst það svo gaman að hún fer ekki á Sorpu strax.— Svavar Knútur (@SvavarKnutur) April 10, 2021
Erfitt að sannfæra kæró í beerpong þegar við erum bara tvö og hann drekkur ekki.
— ?Heiðdís? (@BirtaHei) April 10, 2021
Hef aldrei séð jafn genuine hlátur og þegar ég sýndi tengdapabba mínum „verkfærakassann“ minn!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) April 10, 2021
Pabbi er búin að vera bíða eftir mér í 40 mín heima því hann hélt að ég væri að græja mig inni á baði?? Ég er ekki heima og er ekki búin að vera heima í allan dag?
— Sóldís (@soldisbirta1) April 10, 2021
Er að fara að mála heima hjá mér, var að spá í að vera í bol en ákvað svo að það væri betra að: pic.twitter.com/NzC0r4QJ1z
— Ólafur Örn Ólafsson (@olafurorn) April 10, 2021
Mér finnst ég alveg klár frá degi til dags en svo geri ég hluti eins og að ryksuga áður en ég gef börnunum mínum að borða
— Sóla Þorsteinsdóttir (@solatho) April 10, 2021
Rafmagn er frábært. Það knýr tækniframfarir áfram og er til margra hluta nytsamlegt. En það er líka óútreiknanlegt. T.d. eins og þegar það festi nærbrækur af mér inni í kuldagalla sonar míns í þurrkaranum. Svo fór hann bara þannig á leikskólann. ?
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) April 10, 2021
Ég elska hvað þetta er sexy líkamstjáning pic.twitter.com/i5LJSDa2BR
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) April 10, 2021
Þetta er með bestu „404 – Ekkert fannst“ síðunum sem ég hef séð í áraraðir. Ég hló mögulega pínu upphátt #rígurinn #itsfunnybecauseitstrue pic.twitter.com/E5W0pyRTQ3
— Sturla Stígsson (@sturlast) April 10, 2021
Guð blessi kærasta minn sem hringdi í mig á meðan ég var á stofugangi til að láta mig vita að hundurinn okkar hafi leikið við marga hunda á Klambratúni í morgun en sérstaklega við einn sem er besti vinur hennar.
— Margrét Arna (@margretviktors) April 10, 2021
Hlustaði á vísindamann í útvarpinu í gær útskýra fyrir fólki í hvaða átt það ætti að hlaupa ef það opnaðist eldgossprunga undir fótunum á því. Nú get ég ómögulega munað hvort maður á að hlaupa í burt frá sprungunni eða ofan í hana. Ansi stressandi.
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) April 10, 2021
Tinder gold er eins og að fara með sama ruslið aftur út á Sorpu – og borga fyrir það.
— Sigrún Helga Lund (@sigrunlund) April 10, 2021
Ég skil að í myndvinnsla var snúnari fyrir tíma tölvanna, en hefði ekki allavega mátt láta nefið frekar snúa upp? pic.twitter.com/PJuWqCxSk2
— Gylfi Ólafsson (@GylfiOlafsson) April 10, 2021
HVENÆR FÓR ÉG Í FÓTAAÐGERÐAFRÆÐI? Er þetta eitthvað deepfake? Meira að segja mamma mín hélt að þetta væri ég… pic.twitter.com/x1gBF6mioz
— ingaausa (@ingaausa) April 9, 2021
Ofbeldi gegn fólki með valkvíða pic.twitter.com/7UcReyDTUR
— Kolbeinn Karl ? (@KolbeinnKarl) April 9, 2021
Pabbi er búinn að eiga farsíma í 22 ár en ef ég hringi og spyr hann hvað hann vanti þá leggur hann frá sér símann í stofunni, fer inní eldhus að gá hvað er til og svo tilbaka til að svara mér.. far-sími hvað.
— Vala (Valgerður) Arnadottir (@ValaArna) April 9, 2021
ég: ertu með ofnæmi fyrir einhverju?
uppáhaldssjúklingur dagsins: sköttum
— ÁstríðurPétursdóttir (@stridarokk) April 9, 2021