Fékk hrós í Klifurhúsinui dag. „Þú er bara eitthvað annað góður!“ – Reyndar frá 8 ára gutta en ég tek því. Akkúrat orkan sem þurfti, litli pepp meistari
— gunnare (@gunnare) October 31, 2021
Spurningakeppnir eru svarakeppnir en ekki spurningakeppnir.
— noreply@bragakaffi.is (@bragakaffi) October 31, 2021
Kom strákur um sirca 12-13 ára og bankaði áðan. Hann var bara einn og með tóma litla fötu undan picnik það fyrsta sem hann sagði var “ég er sko ekki of gamall! Þetta er síðasta árið mitt!” ???
Ef þú kemur í búning til mín á halloween þá færðu nammi! Þó þú sért 25!
— klararakel (@klararakel1) October 31, 2021
þurfti að klípa mig nokkrum sinnum til að sannfæra mig um að ég væri ekki að dreyma þegar ég óð fram fyrir röðina á bankastræti club með agli ploder í gær
— Tómas (@tommisteindors) October 31, 2021
Það er til tvennskonar fólk pic.twitter.com/Ly1oNqfYdF
— Silja Björk (@siljabjorkk) October 31, 2021
Alltaf að lesa leiðbeiningarnar áður en kötturinn er settur saman. pic.twitter.com/39CWyrwGTQ
— Guðrún Helga (@gudrun_helga) October 31, 2021
Hvað er það skrítnasta sem þið hafið fundið í gömlum kössum frá ömmum ykkar og afa? Ég skal byrja pic.twitter.com/fLMh9Vxnmw
— Jökull Logi ? (@jokulllogi) October 31, 2021
lífsmarkmiði mínu er náð, sem er að eiga nógu mikið af sniðugum hlutum til að geta sett saman sjóræningjabúning á 20 mínútum án þess að þurfa að redda neinu sérstaklega pic.twitter.com/FnhdeCTEJr
— ⚔ e-bet ?? (@jtebasile) October 31, 2021
Ákvað að vera bara ég sjálfur á Hrekkjavökunni (ef ég hefði lent í slæmum félagsskap á unglingsárum. pic.twitter.com/wSB8l30aGf
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) October 31, 2021
ég er eineggja tvíburi og við eigum báðar iPhone með FaceID
ég kemst inn í hennar síma en hún kemst ekki inn í minn
er ég líkari henni en hún mér?
— þórhildur elínardóttir magnúsdóttir (@vezois) October 31, 2021
Er að hugsa um gaurinn í gær sem hellti yfir mig þremur bjórum í einu þegar hann velti borði á hliðina, kom svo upp að mér á barnum skömmu síðar og sagði mér að brosa. Ég sé smá eftir því að hafa ekki hreinlega kveikt í honum.
— Hekla Elísabet Aðalsteinsdóttir (@HeklaElisabet) October 31, 2021
Maðurinn minn er með man flu og skv. honum er það verra en að fæða barn. Ég var 6 tíma í hríðum án þess a fá verkjalyf og skil þetta ekki???? Skv honum er hann dauðvona
— Guðrún ? (@gudrungisla) October 31, 2021
Pabbi frægi gaf mömmu selló í staðinn fyrir meðlag af því hann var ósáttur við að mamma hefði LÁTIÐ hann viljandi barna sig. Mamma kenndi svo Hildi Guðna á selló og seldi henni sellóið frá pabba. Þannig að tæknilega séð vanm Hildur Óskarinn með meðlaginu mínu!! Er það ekki?!?
— Gunnhildur H. Carr (@gunncarr) October 31, 2021
ég drakk fjóra ora grænar baunir og rauðkál bjóra í kvöld og get með sanni sagt að það hafi verið fjórum ora grænar baunir og rauðkál bjórum of mikið
— óskar steinn bocelli (@oskasteinn) October 31, 2021
einhver gella á tinder var bara með 10 myndir af kjötsúpu og ekkert annað og ég verð að fá match
— Karel Örn Einarsson (@refsari) October 30, 2021
Mér var sagt að vera eitthvað hræðilegt á Halloween þannig ég ákvað að vera Helgi Sig skopmyndateiknari Morgunblaðsins. pic.twitter.com/15jAKtuCLs
— Magnús H. Jónasson (@Maggih90) October 30, 2021
Dætur mínar eru fyndnastar. Sú yngri fór með vinkonu að versla í matinn fyrir mömmu hennar. Þær fóru svo að innpökkunarborðinu og pökkuðu hverri einustu vöru inn eins og afmælisgjöf.
— Svala Hjörleifsdóttir (@svalalala) October 30, 2021
pæliði i þvi að taka walk of shame i buning
gerir upplifunina svona 10x verri— Guðrún Svava (@guggaigummibat) October 30, 2021
Momentið þegar maður beygir út af innri hring á hringtorginu, gefur tímanlega stefnuljós en maður veit samt innst inni að fávitinn á ytri hring mun mjög sennilega keyra inn í hliðina á þér
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) October 30, 2021
Hver er besti staðbundni brandarinn sem þið kunnið? Minn er
Q: Af hverju nota Akureyringar ekki stefnuljós?
A: Allir vita hvert þú ert að fara hvort sem er— Krista Björk (@kristabjork) October 30, 2021
Vil óska fólki sem borðar ekki dýraafurðir innilega til hamingju. Síðasta vígið er fallið. pic.twitter.com/KrULXFKPwN
— Atli Fannar (@atlifannar) October 30, 2021
Hrekkjavökuskreytingarnefndin hér í blokkinni er next level. Besta blokk á Íslandi strikes again! pic.twitter.com/6TXOM1NFbs
— Stefán Pálsson (@Stebbip) October 30, 2021
Ég: Að eignast barn er það óumhverfisvænasta sem ég hef gert. Hata hvað þessu fylgir mikið dót og umbúðir.
Líka ég: Með það á heilanum að ég þurfi nauðsynlega að kaupa samstæð jólanáttföt á okkur öll fyrir eina litla fjölskyldumyndatöku.
— Sólveig Rán (@SolveigRan) October 30, 2021
er komin á þann stað í þessari einangrun að ég var að hringja á rás 2 og biðja um óskalag
eins og ég geti ekki bara opnað tölvuna mína og sett á það á spotify?
jæja.
— Steinunn Bragadóttir (@steinunnbragad) October 30, 2021